Sport

Bein útsending: Íslendingar á lokadegi heimsleikanna í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn sem keppir á heimsleikunum í ár.
Íslenski hópurinn sem keppir á heimsleikunum í ár. Instagram/@anniethorisdottir

Í dag kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar í CrossFit en þá fer fram lokadagur heimsleikanna í Madison.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá keppni dagsins en þar er keppt í karla- og kvennaflokki og í liðakeppni. Ísland á flotta þátttakendur á öllum stöðum.

Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlakeppninni en þetta eru hans níundu heimsleikar. Hann er í 10. sæti eftir fjóra keppnisdaga.

Þuríður Erla Helgadóttir keppir í kvennakeppninni en þetta eru hennar sjöundu heimsleikar. Hún er í 21. sæti eftir fjóra keppnisdaga.

Sólveig Sigurðardóttir keppir í kvennakeppninni en þetta eru hennar fyrstu heimsleikar í einstaklingskeppni en þriðju heimsleikarnir samtals. Hún náði ekki niðurskurðinum og er því úr leik.

Anníe Mist Þórisdóttir fer fyrir liði CrossFit Reykjavíkur en liðsfélagar hennar eru Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Anníe Mist er að keppa á sínum tólftu heimsleikum. Þau eru í 4. sæti eftir fjóra keppnisdaga.

Það er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá þriðja keppnisdeginum hér fyrir neðan. Keppni hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×