Ástin í öllum sínum formum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2022 13:00 Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir. Aðsend Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði. Unnur Guðrún hefur nám á Sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands í haust og Sigríður er á leiðinni á annað ár í Ljósmyndaskólanum. View this post on Instagram A post shared by S I G R I D U R (@sigridurhermannsss) „Eftir mikil bakslög og umfjöllun um hinsegin samfélagið okkar tókum við þá ákvörðun að reyna að styðja við bak Samtakanna '78 og Hinseginleikans. Okkur finnst málefnið mjög mikilvægt og langar að safna fjármagni til þess að þessi samtök geti haldið áfram sínum störfum við að reyna að gera samfélagið að öruggari og betri stað,“ segja stelpurnar. Sundferðir kveikja á hugmyndum Parið hefur gaman að því að fara í sund og segir hinar ýmsu hugmyndir koma til þeirra í sundferðunum. „Við getum spjallað endalaust og sérstaklega um hluti sem snerta okkur á einhvern hátt. Í einni af ófáum sundferðum sem við nýttum til þess að spjalla um þessi málefni fengum við þá hugmynd að nýta okkar áhugamál til þess að reyna hjálpa. Við þróuðum hugmyndina saman og prófuðum mismunandi myndir, texta, uppsetningar og fleira. Markmiðið var í raun bara að búa til falleg listaverk sem myndu um leið safna styrk fyrir hinsegin samfélagið. Fyrsta hugmyndin var að hafa tvær andstæðar blómamyndir sem áttu að sýna fegurðina á því að vera trúr sjálfum sér og sorgina sem fylgir því ef það er ekki hægt, sorgin þegar fólk getur ekki verið það sjálft. Þegar við þróuðum verkefnið lengra fundum við að okkur langaði að önnur myndin tengdist baráttu hinsegin samfélagsins og réttlætinu sem við viljum öll fá. Við höfum sterkar skoðanir og okkur langaði að leyfa þeim að fá sitt pláss í verkefninu.“ View this post on Instagram A post shared by S I G R I D U R (@sigridurhermannsss) Öruggur staður fyrir hinsegin fólk Svarthvíta myndin.Aðsend Þær segja innblásturinn að framtakinu einnig koma frá Samtökunum '78 og Hinseginleikanum. „Þetta eru samtök sem hafa barist eins og ljón fyrir réttindum okkar og verið með öruggan stað fyrir hinsegin fólk virkilega lengi. Starfsemi Hinseginleikans sem Ingileif og María standa fyrir hefur einnig gert mikið fyrir hinsegin samfélagið, þær standa fyrir fræðslu sem okkur finnst eitt það mikilvægasta til þess að berjast gegn fordómum. Samstöðufundurinn sem þær héldu eftir það sem gerðist í Osló hvatti okkur í raun til þess að byrja að hugsa meira um málefni hinsegin fólks. Þá kom hugmyndin um að nota svarthvítu myndina. Skilaboðin, sem eru aðalatriðið á myndinni, eru skýr og með textanum finnst okkur plakatið, sem og boðskapur þess, útskýra sig sjálft. Það eru því miður enn þann dag í dag fordómar í íslensku samfélagi og heiminum öllum. Sama hvað baráttan er sterk eru bakslögin mörg en við trúum að á endanum muni jafnréttið sigra. Við vildum halda skilaboðunum um ástina en blómamyndin er allt önnur en hún var fyrst. Plakatið með blómunum stendur fyrir ástinni í öllum sínum formum. Þegar við erum sjálfum okkur trú blómstrum við.“ „Fræ ég eitt sinn var, ég fagna ástinni og blómstra í dag.“Aðsend Sigríður og Unnur eru með tvö ólík A3 plaköt til sölu með ljósmyndum og texta eftir þær. „Hugmyndin um að hafa tvær ólíkar myndir og texta er sú að við viljum að sem flestir geti tengt við plakötin. Það er gaman að sjá hvað hugmynd getur orðið að stóru verkefni og við erum þakklátar fyrir öll þau sem hafa hjálpað okkur að safna styrkjum.“ Hér er hægt að skoða plakötin nánar og eru þau einnig seld í Hinsegin kaupfélaginu. Hinsegin Mannréttindi Menning Myndlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Unnur Guðrún hefur nám á Sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands í haust og Sigríður er á leiðinni á annað ár í Ljósmyndaskólanum. View this post on Instagram A post shared by S I G R I D U R (@sigridurhermannsss) „Eftir mikil bakslög og umfjöllun um hinsegin samfélagið okkar tókum við þá ákvörðun að reyna að styðja við bak Samtakanna '78 og Hinseginleikans. Okkur finnst málefnið mjög mikilvægt og langar að safna fjármagni til þess að þessi samtök geti haldið áfram sínum störfum við að reyna að gera samfélagið að öruggari og betri stað,“ segja stelpurnar. Sundferðir kveikja á hugmyndum Parið hefur gaman að því að fara í sund og segir hinar ýmsu hugmyndir koma til þeirra í sundferðunum. „Við getum spjallað endalaust og sérstaklega um hluti sem snerta okkur á einhvern hátt. Í einni af ófáum sundferðum sem við nýttum til þess að spjalla um þessi málefni fengum við þá hugmynd að nýta okkar áhugamál til þess að reyna hjálpa. Við þróuðum hugmyndina saman og prófuðum mismunandi myndir, texta, uppsetningar og fleira. Markmiðið var í raun bara að búa til falleg listaverk sem myndu um leið safna styrk fyrir hinsegin samfélagið. Fyrsta hugmyndin var að hafa tvær andstæðar blómamyndir sem áttu að sýna fegurðina á því að vera trúr sjálfum sér og sorgina sem fylgir því ef það er ekki hægt, sorgin þegar fólk getur ekki verið það sjálft. Þegar við þróuðum verkefnið lengra fundum við að okkur langaði að önnur myndin tengdist baráttu hinsegin samfélagsins og réttlætinu sem við viljum öll fá. Við höfum sterkar skoðanir og okkur langaði að leyfa þeim að fá sitt pláss í verkefninu.“ View this post on Instagram A post shared by S I G R I D U R (@sigridurhermannsss) Öruggur staður fyrir hinsegin fólk Svarthvíta myndin.Aðsend Þær segja innblásturinn að framtakinu einnig koma frá Samtökunum '78 og Hinseginleikanum. „Þetta eru samtök sem hafa barist eins og ljón fyrir réttindum okkar og verið með öruggan stað fyrir hinsegin fólk virkilega lengi. Starfsemi Hinseginleikans sem Ingileif og María standa fyrir hefur einnig gert mikið fyrir hinsegin samfélagið, þær standa fyrir fræðslu sem okkur finnst eitt það mikilvægasta til þess að berjast gegn fordómum. Samstöðufundurinn sem þær héldu eftir það sem gerðist í Osló hvatti okkur í raun til þess að byrja að hugsa meira um málefni hinsegin fólks. Þá kom hugmyndin um að nota svarthvítu myndina. Skilaboðin, sem eru aðalatriðið á myndinni, eru skýr og með textanum finnst okkur plakatið, sem og boðskapur þess, útskýra sig sjálft. Það eru því miður enn þann dag í dag fordómar í íslensku samfélagi og heiminum öllum. Sama hvað baráttan er sterk eru bakslögin mörg en við trúum að á endanum muni jafnréttið sigra. Við vildum halda skilaboðunum um ástina en blómamyndin er allt önnur en hún var fyrst. Plakatið með blómunum stendur fyrir ástinni í öllum sínum formum. Þegar við erum sjálfum okkur trú blómstrum við.“ „Fræ ég eitt sinn var, ég fagna ástinni og blómstra í dag.“Aðsend Sigríður og Unnur eru með tvö ólík A3 plaköt til sölu með ljósmyndum og texta eftir þær. „Hugmyndin um að hafa tvær ólíkar myndir og texta er sú að við viljum að sem flestir geti tengt við plakötin. Það er gaman að sjá hvað hugmynd getur orðið að stóru verkefni og við erum þakklátar fyrir öll þau sem hafa hjálpað okkur að safna styrkjum.“ Hér er hægt að skoða plakötin nánar og eru þau einnig seld í Hinsegin kaupfélaginu.
Hinsegin Mannréttindi Menning Myndlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira