Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 15:09 Hreindýraveiðimenn á ferð. Tímabilið hefur farið rólega af stað, þokubakkar hafa sett strik í reikninginn en Jóhann G. Gunnarsson sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að veiðarnar séu nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur. Kvótinn er minni nú en var í fyrra. vísir/jakob Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. „Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september. Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
„Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september.
Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent