„Þetta hefur verið eitthvað flipp“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 16:31 Lögreglumenn á rafskútum við Hlemm í dag. tiktok/skjáskot Myndband af lögreglumönnum á rafskútum hefur fengið mikla dreifingu á netinu í dag. Margir hefðu kannski haldið að um nýjan fararskjóta lögreglunnar sé að ræða en svo virðist ekki vera. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom nefnilega af fjöllum þegar blaðamaður spurði hann út í rafskúturnar. Ástæða fyrirspurnarinnar er myndband sem birtist á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveir lögreglumenn sjást renna sér í mestu makindum á rafskútum skammt frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. @kingpandatattoo Icelandic Police #fyp #foryoupage #foryou #police #iceland #icelandadventure #bikerpolice #bikergang #tattoo Sound Of Da Police - KRS-One „Nei, við höfum ekki byrjað að nota rafskútur sem fararskjóta, þetta hefur verið eitthvað flipp,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann segir rafskútur vera til taks hjá embættinu fyrir lögmenn eða aðra hjá embættinu sem þurfa að sækja fundi í miðbænum eða dómþing. „Veðráttan hér á landi býður ekki alveg upp á rafskútur, einhvern tímann voru menn nú að stinga upp á því að nota SegWay en nei, við höfum engin not fyrir það. Fyrir utan það þyrftum við að komast hraðar en 25 kílómetra hraða en það má auðvitað ekki á rafskútum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók upp á því fyrir nokkrum árum að nota hjól sem fararskjóta og segir Jóhann það hafa reynst vel. „Það er mjög þægilegt þegar það er mikill mannsöfnuður í bænum, þá erum við mjög fljótir á staðinn ef það eru einhver útköll, einhver meiðist eða eitthvað slíkt. Á góðviðrisdögum leggja menn bílnum og eru á hjólinu til að auka sýnileika. Það skiptir ekki máli hvernig lögreglan kemur á staðinn en menn kalla svo á bíl ef að þarf að flytja einhvern.“ Lögreglan Rafhlaupahjól Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom nefnilega af fjöllum þegar blaðamaður spurði hann út í rafskúturnar. Ástæða fyrirspurnarinnar er myndband sem birtist á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveir lögreglumenn sjást renna sér í mestu makindum á rafskútum skammt frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. @kingpandatattoo Icelandic Police #fyp #foryoupage #foryou #police #iceland #icelandadventure #bikerpolice #bikergang #tattoo Sound Of Da Police - KRS-One „Nei, við höfum ekki byrjað að nota rafskútur sem fararskjóta, þetta hefur verið eitthvað flipp,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann segir rafskútur vera til taks hjá embættinu fyrir lögmenn eða aðra hjá embættinu sem þurfa að sækja fundi í miðbænum eða dómþing. „Veðráttan hér á landi býður ekki alveg upp á rafskútur, einhvern tímann voru menn nú að stinga upp á því að nota SegWay en nei, við höfum engin not fyrir það. Fyrir utan það þyrftum við að komast hraðar en 25 kílómetra hraða en það má auðvitað ekki á rafskútum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók upp á því fyrir nokkrum árum að nota hjól sem fararskjóta og segir Jóhann það hafa reynst vel. „Það er mjög þægilegt þegar það er mikill mannsöfnuður í bænum, þá erum við mjög fljótir á staðinn ef það eru einhver útköll, einhver meiðist eða eitthvað slíkt. Á góðviðrisdögum leggja menn bílnum og eru á hjólinu til að auka sýnileika. Það skiptir ekki máli hvernig lögreglan kemur á staðinn en menn kalla svo á bíl ef að þarf að flytja einhvern.“
Lögreglan Rafhlaupahjól Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira