Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 10:37 Reykurinn sem stígur upp frá eldgosinu hefur bláleitan blæ. Það er merki um hið skaðlega brennisteinstvíoxíð. Vísir/Vilhelm Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Skaðlegt brennisteinstvíoxíð stígur upp frá eldgosinu í Meradölum. Það hefur ertandi áhrif á fólk og sér í lagi þá sem glíma við veikindi í öndunarfærum. Því hefur Veðurstofa Íslands sett á fótt gasmengunarspá sem sýnir dreifingu gassins. Miðað við spánna mun gas koma yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 4 á morgun og annað kvöld er spáð mengun upp á 2.600 til 9.000 míkrógrömm í einum rúmmetra andrúmslofts við yfirborð, í efri byggðum Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Svona lítur spáin út klukkan 21 á morgun en um miðnætti verður rauði liturinn yfir Mosfellsbæ.Veðurstofa Íslands Samkvæmt töflu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar er svo mikið magn brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti óhollt fólki. Fólk, sér í lagi viðkvæmir, geti upplifað hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki. Gasið helst uppi í loftinu Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að líkanið eigi það til að ofmeta magn koltvísýrings við yfirborð og því sé best að fylgjast með loftgæðum í rauntíma á vef Umhverfisstofnunar. „Við lærðum það síðast að það er helst þegar það er hvass vindur sem nær að berja plómuna niður á yfirborðið, sem við sjáum tölur eitthvað líkar því sem í líkaninu,“ segir hún. Ekki er spáð miklum vindi á morgun svo ósennilegt er að gasið nái til jarðar. Ekkert varð úr spáðri mengun í Vogum „Það var gert ráð fyrir talsvert háum styrk í Vogum í nótt og það mældist ekkert og ekki í Garði heldur. Við sáum plúmuna, hún bara náði ekki til yfirborðs,“ segir Elín Björk. Áfram er spáð nokkurri mengun í Vogum í dag og í Þorlákshöfn og nágrenni seinna í dag. Hún segir erfitt að gera nákvæma spá um gasmengun við yfirborð vegna þessa. „Þetta er erfið míkróeðlisfræði og við erum ekki með reikniafl til þess að fara í mjög fína möskvastærð,“ segir Elín Björk. Þess vegna sé betra skoða áhrifasvæðakort Veðurstofunnar, sem sýna dreifingu gass á sex og 24 klukkustunda tímabili, og loftgæðakort Umhverfisstofnunar. Hér má sjá hvar gas mun hafa áhrif frá hádegi í dag til hádegis á morgun.Veðurstofa Íslands „Það er alveg óþarfi að örvænta og ef fólk er viðkvæmt fyrir er gott að forðast áreynslu utandyra og loka gluggum,“ segir Elín Björk og bætir við að eðlilegt sé að einhver loftmengun komi frá eldgosi í nágrenni við byggð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17