Klopp líkir leikjaálaginu við loftslagsbreytingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2022 10:31 Jürgen Klopp segir að leikjaálagið sé vandamál sem allir viti af, en ræði ekki. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur líkt leikjaálaginu í ensku úrvalsdeildinni við loftslagsbreytingar. Hann segir ráðamenn deildarinnar vita af vandamálinu, en að þeir geri ekkert í því. Það er ekki nýtt á nálinni að Klopp láti í sér heyra þegar kemur að leikjaálagi í ensku úrvalsdeildinni. Deildin í ár verður þó með öðru sniði en áður þar sem gera þarf hlé á deildinni þegar heimsmeistaramótið fer fram í nóvember og desember í Katar. Engir leikir verða leiknir í ensku úrvalsdeildinni frá 13. nívember til 25. desember. „Þegar við byrjum að tala um þetta þá verð ég mjög reiður,“ sagði Klopp um leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eins og með loftslagsbreytingarnar. Við vitum öll að við þurfum að breyta einhverju, en fólk segir bara: „Hvað þurfum við að gera?“ Ég er klárlega meðal þeirra, engin spurning.“ "I really get angry, with you as well... everybody knows it's not right... it's like with the climate; we all know we have to change..."📺 Jurgen Klopp on the World Cup - and all football organisations' use of elite players. pic.twitter.com/qp4bTLtR0O— This Is Anfield (@thisisanfield) August 5, 2022 „Vandamálið eru leikmenn sem munu spila á HM. Þetta er bara ekki í lagi. Ef þú kemst í undanúrslit þá ertu búinn að spila fullt af leikjum, en svo byrjar deildin bara viku seinna.“ „Það sem ég hef á móti þessu er að allir vita að þetta er ekki í lagi, en það talar enginn nægilega mikið um þetta til að þessu verði breytt. Eitthvað þarf að breytast.“ „Það þarf að halda fund þar sem allir setjast niður og það eina sem ætti að vera á dagskrá á fundinum er það mikilvægasta við leikinn - leikmennirnir. En það hefur ekki enn gerst“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Það er ekki nýtt á nálinni að Klopp láti í sér heyra þegar kemur að leikjaálagi í ensku úrvalsdeildinni. Deildin í ár verður þó með öðru sniði en áður þar sem gera þarf hlé á deildinni þegar heimsmeistaramótið fer fram í nóvember og desember í Katar. Engir leikir verða leiknir í ensku úrvalsdeildinni frá 13. nívember til 25. desember. „Þegar við byrjum að tala um þetta þá verð ég mjög reiður,“ sagði Klopp um leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er eins og með loftslagsbreytingarnar. Við vitum öll að við þurfum að breyta einhverju, en fólk segir bara: „Hvað þurfum við að gera?“ Ég er klárlega meðal þeirra, engin spurning.“ "I really get angry, with you as well... everybody knows it's not right... it's like with the climate; we all know we have to change..."📺 Jurgen Klopp on the World Cup - and all football organisations' use of elite players. pic.twitter.com/qp4bTLtR0O— This Is Anfield (@thisisanfield) August 5, 2022 „Vandamálið eru leikmenn sem munu spila á HM. Þetta er bara ekki í lagi. Ef þú kemst í undanúrslit þá ertu búinn að spila fullt af leikjum, en svo byrjar deildin bara viku seinna.“ „Það sem ég hef á móti þessu er að allir vita að þetta er ekki í lagi, en það talar enginn nægilega mikið um þetta til að þessu verði breytt. Eitthvað þarf að breytast.“ „Það þarf að halda fund þar sem allir setjast niður og það eina sem ætti að vera á dagskrá á fundinum er það mikilvægasta við leikinn - leikmennirnir. En það hefur ekki enn gerst“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira