Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2022 19:01 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Egill Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir hádegi í dag og er stærsti skjálftinn frá upphafi gossins í Meradölum á miðvikudag. Margir furðuðu sig á stærð skjálftans og að hann hefði riðið yfir eftir upphaf eldgossins. „Þessi skjálfti sem kom núna kom mörgum svolítið á óvart vegna þess að það er búið að tala um það að skjálftavirkni hafi minnkað mikið. Hún gerði það, skjálftavirknin snarminnkaði sem hafði verið síðustu vikuna á undan,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Líta megi á skjálftann í morgun sem eftirþanka á flekaskilunum. Hann falli í hóp gikkskjálfta. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri skjálftar sem þessir verði á næstunni en að megninu til hafi verið losað um þá spennu sem myndaðist á svæðinu. „Gangurinn, sem fóðraði gosið, hann hefur hleypt af stað skjálftavirkni eftir flekaskilunum og það eymir enn eftir af þessari virkni svolítið þó að langmestu hætti hún eftir að gosið kom upp,“ segir Páll. Kristján Jónsson Skjálftinn í morgun átti upptök um 5 kílómetra norðnorðaustur af Krísuvík en minnst hafa 110 skjálftar yfir þremur að stærð riðið yfir Suðvesturhornið undanfarna viku. Vegna veðurs ákvað lögreglan á Suðurnesjum að loka svæðinu við gosstöðvarnar klukkan fimm í morgun. Nú hefur hún ákveðið að lokunin gildi þar til í fyrramálið. Nokkrir ferðamenn, íslenskir og erlendir, lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag en var snúið við af björgunarsveitarmönnum sem stóðu vörð við svæðið. Að sögn formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík jókst umferð göngumanna síðdegis en þeim hafi öllum verið vísað frá. Hann gerir ráð fyrir að björgunarsveitarmenn muni standa vaktina við gosstöðvarnar í nótt. Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar mun gas frá eldgosinu berast yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan níu í kvöld og blása yfir svæðið þar til í fyrramálið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30 Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45
Nokkrum ferðamönnum snúið við á gosstöðvunum í morgun Vonskuveður er við gosstöðvarnar í Meradölum í dag og svæðið lokað almenningi. Björgunarsveitir hafa þurft að snúa nokkrum erlendum ferðamönnum við, sem ætluðu að ganga upp að eldgosinu í morgun. 7. ágúst 2022 12:30
Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7. ágúst 2022 11:53