Ísraelski herinn hefur gert loftárásir á Gaza á síðustu dögum. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur. Liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni.
Ástandið á Gaza-svæðinu hefur versnað síðustu daga en samtökin Hamas og PIJ, sem eru stærstu herskáu samtökin í Palestínu, hafa kennt Ísraelsmönnum um stöðuna. Ísraelsmenn halda því hins vegar fram að þeir séu einungis að reyna að vernda íbúa sína gegn öfgasamtökum
Leiðtogar PIJ voru drepnir í árásunum og liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni.
Samkvæmt umfjöllun BBC staðfestu talsmenn forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid vopnahléið en nýliðin átök eru sögð þau alvarlegustu síðan í maí 2021.
Aðilar frá Egyptalandi höfðu milligöngu um vopnahléið milli ríkjanna en vopnahléð kemur til út frá áhyggjum varðandi yfirvofandi rafmagnsleysi á spítölum á Gaza vegna eldsneytisskorts.