Eggert Aron: „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna“ Árni Jóhansson skrifar 7. ágúst 2022 21:35 Eggert Aron var stórkostlegur í dag. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Stjarnan vann Breiðablik 5-2 í 16. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Kappinn skoraði tvö mörk og var duglegur í að hjálpa til í varnarleiknum og átti gott samspil við félaga sína. Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Eggert var spurður hvort það væri ekki dásamlegt að vinna granna sína úr Kópavogi svona stórt. „Já vá. Við byrjuðum bara strax á fyrstu mínútu og sýndum þeim að við ætluðum að pressa þá og ég held bara að þeir hafi ekki búist við því. Við sigruðumst á pressunni og skoruðum snemma og settum smá panikk í þá.“ Eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins þá settust þeir aftar á völlinn og var Eggert spurður að því hvort það hafi ekki farið um þá þegar Blikarnir herjuðu á heimamenn og jöfnuðu svo metin. „Við hættum að pressa þegar við skoruðu en það gerist stundum en Blikar eru náttúrlega með drullugott lið. Emil var svo töframaðurinn eins og hann er búinn að vera í allt sumar“, sagði Eggert og átti við að Emil Atlason kom heimamönnum aftur yfir á 37. mínútu en talandi um töfra þá skoraði Eggert Aron sitt annað mark skömmu fyrir hálfleik og var það af dýrari gerðinni. Hann var beðinn um að ræða markið. „Ég var bara að koma úr rangstöðunni og allt í einu er boltinn langt fyrir ofan mig. Ég næ svo bara einhvernveginn að koma við hann og vippa honum síðan yfir Anton.“ Að lokum var Eggert spurður að því hvað svona sigur gerði fyrir liðið og svo hvað hann gerði fyrir sjálfstraust leikmannsins. „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna. Við ætlum bara að berjast í þessu til seinasta leiks. Sjálfstraustið er búið að vera fínt hjá mér en þetta gerir það ekki verra.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 5-2 | Fimm Stjörnu frammistaða í Garðabænum Stjarnan tók Breiðabliki í kennslustund í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn endaði 5-1 fyrir heimamenn en spilað var í Garðabænum. Ég er ekki viss um að Stjörnumenn hafi spilað betur í sumar og Blikar áttu bara hreinlega engin svör. 7. ágúst 2022 21:15