Rabiot á að leysa vandræðin á miðsvæði Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 09:14 Adrien Rabiot (til hægri) er nú orðaður við Manchester United. EPA-EFE/CLAUDIO PERI Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira