Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2022 10:00 Breiðablik tapaði með þriggja marka mun fyrir Stjörnunni í gær, 5-2. vísir/Hulda Margrét Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira