Lífið

Idol leitar að stjörnu á Ísafirði í dag

Elísabet Hanna skrifar
Fyrsta stopp Idol er Ísafjörður í dag. Framleiðsluteymi Stöðvar 2 er mætt og tilbúið að hitta næstu stórstjörnu Íslands.
Fyrsta stopp Idol er Ísafjörður í dag. Framleiðsluteymi Stöðvar 2 er mætt og tilbúið að hitta næstu stórstjörnu Íslands. Stöð 2

Framleiðendur Idolsins eru á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Fyrsta stopp er Ísafjörður þar sem prufur fara fram í dag klukkan 13 í Tónlistarskóla Ísafjarðar. 

Fyrsta stopp: Ísafjörður

Ísafjörður er fyrsta stoppið en prufurnar munu einnig fara fram á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína. 

Með í hópnum er samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly og mun hann halda uppi stuðinu allan tímann á TikTok og Instagram-reikningum Stöðvar 2.

Birgitta Haukdal hvetur alla til þess að slá til

Framleiðendaprufurnar eru meðal annars fyrir þá sem hafa ekki nú þegar sent inn slíka í rafrænu formi. Prufur fyrir framleiðendur ákvarða hvort að viðkomandi komist áfram á næsta stig, í sjálfar dómaraprufurnar.

Birgitta Haukdal, sem situr í dómnefndinni, vill hvetja sem flesta til þess að slá til: „Leitin að næstu Idol stjörnu er í fullum gangi. Ef þú ert að hugsa málið, hættu því! Mættu bara, þetta verður geggjað.“

Klippa: Birgitta Haukdal: Leitin að næstu Idol stjörnu er í fullum gangi.

Staðsetningar og tími:

9. ágúst

  • Prufur á Ísafirði
  • Hvar: Tónlistarskóli Ísafjarðar
  • Klukkan 13:00

11. ágúst

  • Prufur á Akureyri
  • Hvar: Hof
  • Klukkan 13:00

12. ágúst

  • Prufur á Egilsstöðum
  • Hvar: Sláturhúsið
  • Klukkan 13:00

14. ágúst

  • Prufur á Selfossi
  • Hvar: Bankinn vinnustofur
  • Klukkan 13:00

20. ágúst

  • Prufur í Reykjavík
  • Hvar: Hilton Reykjavík Nordica, gengið að aftan hjá Hilton Spa - fundaraðstaðan
  • Klukkan 13:00
Idol-bíllinn ferðast um landið þegar Stöð 2 leitar að næstu stórstjörnu Íslands.Stöð 2

Tengdar fréttir

Hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands

Framleiðendur Idolsins eru að fara í hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Prufurnar verða haldnar á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína.

Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Bríet er þriðji Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Birgitta Haukdal er annar Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×