Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Afturelding 0-1 | Afturelding lyfti sér upp úr botnsætinu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2022 20:39 Sandra María Jessen og stöllur í Þór/KA hafa verið í fallbaráttu í sumar. vísir/diego Afturelding vann gríðarlega mikilvægan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Þór/KA í fallbaráttuslag í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ísafold Þórhallsdóttir skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútu. Leikurinn var báðum liðum mjög mikilvægur en bæði lið berjast fyrir því að halda sæti sínu í deildinni. Þór/KA var fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Afturelding sat á botninum með 6 stig. Gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun en fyrsta markið kom eftir rúmlega hálfra mínútu leik. Þar var að verki Ísafold Þórhallsdóttir, boltinn barst þá til hennar inn á teig þar sem hún fékk nægan tíma til að athafna sig og setti boltann frábærlega í fjærhornið. Margrét Árnadóttir fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 11. mínútu úr dauðafæri, hún fékk þá boltann inn á teig þar sem hún var alein fyrir opnu marki en setti boltann á einhvern ótrúlegan hátt yfir markið. Heimakonur sóttu án afláts það sem eftir lifði hálfleiksins og fengu góð færi til að jafna en náðu ekki að setja boltann inn fyrir marklínuna og staðan því 0-1 fyrir gestina í hálfleik. Afturelding fékk fyrsta færi seinni hálfleiksins, hættuleg fyrirgjöf frá Guðrún Elísabetu rataði á Victoria Kalábrová sem var hárspreitt frá því að pota boltanum framhjá Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. Seinni hálfleikur var miklu betri hjá gestunum, þær náðu að loka vel á það sem heimakonur höfðu gert vel í fyrri hálfleiknum. Þór/KA náði að skapa afskaplega lítið og Afturelding hélt fengum hlut. Fá markvert gerðist í síðari hálfleik og fögnuðu gestirnir innilega stigunum þremur eftir lokaflautið og eru því komnar með 9 stig, aðeins einu stigi frá Þór/KA sem er 8. sætinu. Afhverju vann Afturelding? Þær skora snemma og vörðu svo markið sitt með öllu sínu og gerðu það vel, þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem heimakonur áttu fá svör við vörn Aftureldingar. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Katrín Gunnarsdóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir áttu báðar mjög góðan leik. Þá var markaskorarinn Ísafold Þórhallsdóttir öflug. Það reyndi vel á Evu Ýr Helgudóttir í marki Aftureldingar en hún var örugg í sínum aðgerðum. Hvað gekk illa? Þór/KA fékk nóg af tækifærum til að skora í fyrri hálfleik en fór illa að ráði sínu. Í seinni hálfleik fundu þær einfaldlega ekki leiðir framhjá vörn Aftureldingar. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Selfoss þann 16. ágúst næstkomandi, sama dag fær Afturelding lið Keflavíkur í heimsókn. Perry Johns James Mclachlan: Það er verk að vinna „Það er mjög erfitt að taka þessu, mér fannst við spila mjög vel og lengst af fannst mér við vera með yfirburði á vellinum,“ sagði Mclanchland þjálfari Þór/KA eftir 0-1 tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Við fengum fullt af tækifærum til að skora og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en við bara nýtum þessi færi ekki. Afturelding varðist gríðarlega vel og við áttum í miklum erfiðleikum með að finna svör við því í síðari hálfleik.“ „Mér fannst við samt vera ráðandi á vellinum, bæði í stöðum og að halda boltanum, þannig það gerir þetta ennþá súrar. Ef við hefðum notað eitthvað af þessum færum okkar og náð inn marki þá hefðum við náð betri stjórn á leiknum en það kom ekki.“ Þór/KA er í erfiðri stöðu í 8. sæti deildarinnar. „Það er mjög góður andi í liðinu þrátt fyrir gengið í deildinni, þetta er mjög góður hópur til að vera að þjálfa. Við erum það góður hópur að ég veit að við komum okkur út úr þessari slæmu stöðu sem við erum komnar í. Það er bara verk að vinna, það eru sex leikir eftir. Við höfum trú á okkur og að við endum réttum megin við línuna.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Afturelding
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Þór/KA í fallbaráttuslag í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ísafold Þórhallsdóttir skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútu. Leikurinn var báðum liðum mjög mikilvægur en bæði lið berjast fyrir því að halda sæti sínu í deildinni. Þór/KA var fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Afturelding sat á botninum með 6 stig. Gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun en fyrsta markið kom eftir rúmlega hálfra mínútu leik. Þar var að verki Ísafold Þórhallsdóttir, boltinn barst þá til hennar inn á teig þar sem hún fékk nægan tíma til að athafna sig og setti boltann frábærlega í fjærhornið. Margrét Árnadóttir fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 11. mínútu úr dauðafæri, hún fékk þá boltann inn á teig þar sem hún var alein fyrir opnu marki en setti boltann á einhvern ótrúlegan hátt yfir markið. Heimakonur sóttu án afláts það sem eftir lifði hálfleiksins og fengu góð færi til að jafna en náðu ekki að setja boltann inn fyrir marklínuna og staðan því 0-1 fyrir gestina í hálfleik. Afturelding fékk fyrsta færi seinni hálfleiksins, hættuleg fyrirgjöf frá Guðrún Elísabetu rataði á Victoria Kalábrová sem var hárspreitt frá því að pota boltanum framhjá Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. Seinni hálfleikur var miklu betri hjá gestunum, þær náðu að loka vel á það sem heimakonur höfðu gert vel í fyrri hálfleiknum. Þór/KA náði að skapa afskaplega lítið og Afturelding hélt fengum hlut. Fá markvert gerðist í síðari hálfleik og fögnuðu gestirnir innilega stigunum þremur eftir lokaflautið og eru því komnar með 9 stig, aðeins einu stigi frá Þór/KA sem er 8. sætinu. Afhverju vann Afturelding? Þær skora snemma og vörðu svo markið sitt með öllu sínu og gerðu það vel, þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem heimakonur áttu fá svör við vörn Aftureldingar. Hverjar stóðu upp úr? Hildur Katrín Gunnarsdóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir áttu báðar mjög góðan leik. Þá var markaskorarinn Ísafold Þórhallsdóttir öflug. Það reyndi vel á Evu Ýr Helgudóttir í marki Aftureldingar en hún var örugg í sínum aðgerðum. Hvað gekk illa? Þór/KA fékk nóg af tækifærum til að skora í fyrri hálfleik en fór illa að ráði sínu. Í seinni hálfleik fundu þær einfaldlega ekki leiðir framhjá vörn Aftureldingar. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Selfoss þann 16. ágúst næstkomandi, sama dag fær Afturelding lið Keflavíkur í heimsókn. Perry Johns James Mclachlan: Það er verk að vinna „Það er mjög erfitt að taka þessu, mér fannst við spila mjög vel og lengst af fannst mér við vera með yfirburði á vellinum,“ sagði Mclanchland þjálfari Þór/KA eftir 0-1 tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Við fengum fullt af tækifærum til að skora og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en við bara nýtum þessi færi ekki. Afturelding varðist gríðarlega vel og við áttum í miklum erfiðleikum með að finna svör við því í síðari hálfleik.“ „Mér fannst við samt vera ráðandi á vellinum, bæði í stöðum og að halda boltanum, þannig það gerir þetta ennþá súrar. Ef við hefðum notað eitthvað af þessum færum okkar og náð inn marki þá hefðum við náð betri stjórn á leiknum en það kom ekki.“ Þór/KA er í erfiðri stöðu í 8. sæti deildarinnar. „Það er mjög góður andi í liðinu þrátt fyrir gengið í deildinni, þetta er mjög góður hópur til að vera að þjálfa. Við erum það góður hópur að ég veit að við komum okkur út úr þessari slæmu stöðu sem við erum komnar í. Það er bara verk að vinna, það eru sex leikir eftir. Við höfum trú á okkur og að við endum réttum megin við línuna.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti