Reyndi að bjarga strönduðum dróna með dróna í Stuðlagili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 15:29 Björgunaraðgerðirnar í fullum gangi. Skjáskot Hún heppnaðist ekki, björgunaraðgerð drónaflugmanns sem kom auga á strandaðan dróna á syllu í Stuðlagili í sumar. Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Drónaflugmaður sem gengur undir notendanafninu Man from Earth á YouTube birti um helgina myndband frá Íslandsferð hans, sem farin var í sumar. Notandinn sérhæfir sig í drónamyndböndum. Var hann við tökur á einu slíku í Stuðlagili þegar hann kom auga á dróna sem fastur var á syllu í gilinu. „Ég ákvað að bjarga þessum dróna,“ heyrist hann segja í myndbandinu. Þar má einnig sjá undirbúning hans fyrir björgunaraðgerðunum. Fólust þær í að taka skóreimar og herðatré til að útbúa eins krók sem hægt var að festa við dróna. Ætlunin var að nota þennan veiðibúnað, festa hann við annan dróna og freista þess að krækja í drónann sem var fastur. Í myndbandinu má sjá að að hinum svokallaða Man from Earth tókst að krækja í drónann sem var fastur. Svo virðist hins vegar vera að dróninn sem hann notaði við veiðina hafi ekki verið nógu öflugur til að hífa hinn drónann upp. Ekki vildi svo betur til en að í lokatilraun við að bjarga strandaða drónanum rakst krækjan í drónann, með þeim afleiðingum að hann flaug út í Jökulsá Dal. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt“ Í myndbandinu má jafn framt sjá að sá sem tók það upp tók eftir því að merkimiði með nafninu Ralph var límdur aftan á drónann. „Ralph, ef þú ert að horfa á þetta. Mér þykir þetta leitt. Ég reyndi að hjálpa.“ Svo virðist sem að nokkuð algengt sé að drónar glatist við Stuðlagil. Lausleg leit að auglýsingum um týndan dróna í Stuðlagili skilaði þessum þræði á Reddit, þar sem gestir gilsins eru beðnir um að svipast um eftir dróna sem þar týndist í sumar. Í umræðunum við þráðinn má lesa að nokkrir kannist við að týnt dróna á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira