Björgvin Karl: Hata það að hafa ekki náð markmiðinu mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson ætlaði sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri Íslendingar í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit en var samt langt frá því að vera sáttur. Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira