Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 19:26 Peter Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Kim Wall var myrt aðfaranótt 11. ágúst árið 2017 í kafbáti danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Stobbe var gestur danska hlaðvarpsins Genstart vegna þess að fimm ár væru liðin frá morðinu. Hefur reynt að forðast fjölmiðlalestur „Þetta fyllir allt enn þann dag í dag. Þetta er það sem ég vakna við á morgnanna og það sem ég sofna við á kvöldin,“ segir Stobbe um morðið og umfjöllun fjölmiðla. Hann hefur reynt sitt besta við að forðast það að lesa fjölmiðla eftir morðið en það hefur reynst honum erfitt. Stobbe þjáist af áfallastreituröskun, kvíða og fær tíðar martraðir eftir að Peter Madsen myrti kærustuna hans. Í viðtalinu minnist hann þess þegar tveir lögreglumenn gengu að honum er hann sat fyrir utan íbúð sína og Wall. „Þeir gengu til mín, sögðu að ég væri örugglega sá sem þeir ættu að tala við og tilkynntu mér þetta. Þá var nú þegar búið að halda jarðarför á sjó,“ segir Stobbe. „Það eru mjög orð sem ég á mjög erfitt með eftir þetta. Mörg orð sem ég á erfitt með að segja. Og þegar aðrir segja þessi orð sýni ég mikil viðbrögð,“ segir hann og vill meina að fjölmiðlar eigi hluta af sök þess. Fjölmiðlar of ágengir Hann segist aldrei hafa fengið tíma í að skilja og átta sig á því hvað hefði gerst við kærustu sína þar sem fjölmiðlar voru svo ágengir. „Það voru sumir tóku þetta mál og eignuðu sér það, þrátt fyrir að þetta væri mikill harmleikur fyrir mig,“ segir Stobbe. Hann nefnir eitt dæmi þar sem fréttamaður hringdi í hann og bað hann um að koma í viðtal. Ef hann vildi ekki tjá sig um málið ætlaði viðkomandi blaðamaður að fylla restina af frétt sinni með umfjöllun um morðingjann, Peter Madsen. Hann segir þó að það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á sér sé ekki hvað kom fram í umfjölluninni um morðið heldur hversu ákafir blaðamenn voru, magn fréttanna og hversu lengi umfjallanir héldu áfram.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. 25. janúar 2018 12:50