Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2022 13:57 Eldgosið er bannað börnum yngri en tólf ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns Alþingis þar sem vakin er athygli á bréfi sem embættið sendi til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn tók þá ákvörðun í vikunni að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum, gosstöðvarnar eru því bannaðar börnum yngri en tólf ára. Hefur verið vísað til þess að gönguleiðin sé erfið, auk þess em að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að fá svör við og nánari skýringar á eftirfarandi atriðum: Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími. Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Hefur lögreglustjóri einnar viku frest til að svara spurningum umboðsmanns. Skiptar skoðanir Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu í vikunni. Réttindi barna Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns Alþingis þar sem vakin er athygli á bréfi sem embættið sendi til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn tók þá ákvörðun í vikunni að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum, gosstöðvarnar eru því bannaðar börnum yngri en tólf ára. Hefur verið vísað til þess að gönguleiðin sé erfið, auk þess em að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að fá svör við og nánari skýringar á eftirfarandi atriðum: Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími. Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Hefur lögreglustjóri einnar viku frest til að svara spurningum umboðsmanns. Skiptar skoðanir Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu í vikunni.
Réttindi barna Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira