Missti báða fótleggina eftir slys á Tröllaskaga Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 23:03 Fjallaskíðamaður í nágrenni Dalvíkur. Getty Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða. Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað. Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Daniel lýsir slysinu í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa áttað sig strax á því eftir fallið að hann hafi hryggbrotnað. Hann hafði verið einn á fjallinu á meðan Sierra beið í bústaðnum sem þau gistu í. Daniel skilaði sér ekki til baka í bústaðinn á réttum tíma og hafði Sierra samband við björgunarsveitir. Þegar hann fannst, nokkrum klukkutímum seinna, var hann mjög kaldur og segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir í samtali við Fréttablaðið, að það hafi verið kraftaverk að hann hafi lifað af. Hann hafði farið í hjartastopp stuttu eftir að þyrla björgunarsveitarinnar lagði af stað með hann frá slysstað og til Reykjavíkur. Tómas segir Daniel hafa hryggbrotnað þannig að hryggurinn hafi farið alveg í sundur um miðbikið sem olli áverkum á mænunni og lömun fyrir neðan mitti. Daniel fékk drep í báða fótleggina og því þurfti að aflima þá báða. Daniel hefur verið í endurhæfingu frá því að hann kom heim til Bandaríkjanna en hann hlaut einnig heilaskaða við fallið. Í samtali við Fréttablaðið segist hann vera nú að einbeita sér að því að læra að lesa upp á nýtt. Það sé hans helsta von að endurheimta þann hæfileika. Hann þakkar öllum viðbragðsaðilum á Íslandi fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hann segir umönnunina hafa verið einstaka. Hjónin útiloka ekki að heimsækja Ísland aftur seinna en fyrst verði þau að vinna úr þeim tilfinningum sem upp hafa komið síðan slysið átti sér stað.
Fjallabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. 8. apríl 2022 13:07