Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 23:13 Gary Neville var ómyrkur í máli eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. „Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum. Enski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
„Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum.
Enski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira