Gengu út á hraunið og upp að gígunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 08:40 Hér má sjá fólkið standa nærri gígunum. Þau eru rétt undir smærri gígnum. Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08
Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50
Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39