Tekst Mourinho að skáka röndóttu liðunum úr Norðrinu? Björn Már Ólafsson skrifar 14. ágúst 2022 14:15 Mourinho ætlar með Roma í toppbaráttu. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Hitabylgja gekk yfir landið, ríkisstjórnin féll og Íslendingar hrönnuðust á helstu ferðamannastaðina. Með öðrum orðum eru þetta nokkuð hefðbundnir sumarmánuðir sem líða undir lok á Ítalíu um helgina. Á mánudaginn 15. ágúst halda Ítalír hátíðlegan svokallaðan Ferragosto – dag sem markar upphaf tveggja vikna sumarleyfis heimamanna. Hitinn lækkar niður í þolanlegar tölur og farið er að hægja á ferðamannastraumnum þetta árið. Þessi helgi markar þó einnig upphaf tímabilsins í ítölsku A deildinni með heilli umferð sem hófst á leik ríkjandi meistara AC Milan gegn Udinese á stærsta sviðinu – La Scala knattspyrnunnar, San Siro. Ítalska deildin hófst á San Siro þetta áriðGetty Images Ungstirnin í AC Milan Komandi tímabil er merkilegt fyrir margar sakir. AC Milan fer inn í tímabilið sem ríkjandi meistari í fyrsta sinn í 10 ár og svo stefnir loks í nokkur veginn Covid-laust mót. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári sem liðin máttu fylla vellina sína af stuðningsmönnum og miðað við áhorfendafjöldann í apríl og maí, þá stefnir í metaðsókn á flestum leikvöngum. Vellir sem staðið hafa hálftómir í áraraðir virðast nú iða af lífi. Ársmiðasala stóru félaganna hefur gengið vonum framar. AC Milan, Roma og Internazionale hafa selt nær 40 þúsund ársmiða og Juventus skammt þar á eftir. Aðra sögu er þó að segja af Napoli þar sem líkt og á Íslandi stefnir í harðan verkfallsvetur. Stuðningsmenn þar hafa neitað að kaupa ársmiða í mótmælaskyni gegn stjórnendum félagsins, án þess þó að ríkissáttasemjari hafi boðað afskipti sín þar af. Líkt og fyrr segir er það AC Milan sem fer inn í tímabilið sem ríkjandi meistari eftir ótrúlegt tímabil í fyrra sem fór fram úr þeirra björtustu vonum. Sumarið hefur þó ekki verið neinn dans á rósum. Fyrst tók félagið sér góðan tíma í að endursemja við stjórnendur félagsins, goðsögnina Paolo Maldini og Ricky Massara sem eiga heiðurinn að því að smíða meistaralið síðasta árs. En samningar náðust að lokum, vöfflur voru bakaðar og þeir félagar gátu gengið í verkefnið að styrkja hópinn. Mikilvægast var að fylla skarð miðjumannsins Franck Kessie sem hélt til Barcelona og auka breiddina í varnarlínunni. Hvorugt hefur þó verið gert og í staðin hefur félagið eytt mestu púðri í sóknarlínuna. Divock Origi er mættur frá Liverpool til að keppa við gömlu kempurnar Zlatan Ibrahimovic og Olivier Giroud um framherjastöðuna og eftir langdreginn eltingaleik sótti félagið Charles De Ketelaere frá Club Brugge. Hann verður í hlutverki hægri kantmanns eða sóknarsinnaðs miðjumanns. Styrkingarnar í sumar voru ekki eins spennandi og búist var við en það má þó ekki gleyma því að AC Milan var með eitt yngsta byrjunarliðið á meðal toppliða í Evrópu á síðasta ári og margir leikmenn liðsins eiga enn eftir að þroskast og bæta sig. Það er því ekki útilokað að liðið berjist aftur um titilinn þótt það yrði að teljast heljarinnar afrek hjá þjálfara liðsins, tvífara Billy Bob Thorntons, Stefano Pioli, ef titilvörnin verður að veruleika. Er Lukaku púslið sem vantar hjá Internazionale? Romelu Lukaku er mættur aftur til Inter. Getty Images Nágrannarnir í Internazionale eru þeim mun spenntari fyrir tímabilinu en þeir sóttu í framlínuna Romelo Lukaku frá misheppnaðri dvöl í Chelsea. Lukaku lék frábærlega hjá Inter frá 2019-2021 og hjálpaði liðinu að vinna titilinn síðara árið. Hann kann vel við sig í Mílanóborg og lýsti oft yfir ást sinni á félaginu. En fjárhagsvandræði liðsins urðu til þess að honum var skipað að ganga til liðs við Chelsea. Dvöl hans þar var hálfgerð martröð. Hann mætti til Chelsea með fýlusvip og tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar. Hann er nú mættur aftur til Mílanó og vill væntanlega ólmur sanna sig fyrir stuðningsmönnunum sem snerust gegn honum þegar hann yfirgaf félagið. Inter hefur annars eytt sumrinu í að auka breiddina í leikmannahópnum. Í fyrra var liðið háð því að Íslandsvinurinn Marcelo Brozovic spilaði hverja einustu mínútu. Nú er búið að sækja ungstirnið Kristjan Asllani frá Empoli sem getur leyst Brozovic frá störfum í einstaka leikjum. Armeninn geðþekki Henrikh Mkhitaryan er mættur sömuleiðis með reynslu sína og gæði. Hópurinn er ógnarsterkur og eina spurningamerkið fyrir tímabilið er í raun þjálfarinn Simone Inzaghi sem hefur aldrei unnið deildina sem þjálfari. Gagnrýnisraddirnar eru margar. Getur hann svarað þeim? Sirkus Mourinho „Við erum með þriggja ára áætlun. En svo er hægt að hraða áætluninni ef vel gengur,“ sagði José Mourinho þegar hann var óvænt kynntur til leiks sem þjálfari Roma fyrir síðasta tímabil. Ári síðar vann félagið sinn fyrsta titil frá árinu 2007 með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar og Mourinho var ekki lengi að húðflúra bikarinn á upphandlegg sinn. Sigurinn í Sambandsdeildinni var nóg til að sannfæra eigendur félagsins um að hann væri á réttri leið með liðið og í sumar hefur hann verið í hlutverki freka krakkans í sælgætisverslun sem fær allt sem hann bendir á. Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma á síðasta leiktímabili.Getty Images Paolo Dybala er mættur á frjálsri sölu frá Juventus. Leikmannakynningin hans var hógværðin uppmáluð – eða þannig. Tugþúsundir stuðningsmanna hylltu leikmanninn fyrir utan höfuðstöðvar tískurisans Fendi í Palazzo della Civilta Italiana – krúnudjásn byggingarlistar fasistastjórnar Benitos Mussolinis. Nemanja Matic er mættur til borgarinnar eilífu og hittir þar fyrir gamla þjálfarann sinn. Giorgio Wijnaldum er kominn frá PSG og Nicolo Zaniolo virðist ætla að vera áfram hjá félaginu eftir að hafa verið orðaður við Juventus í allt sumar. Vopnabúrið sem Mourinho hefur úr að velja í sóknarleiknum er æðisgengið, miðjan sterk og ef varnarleikurinn verður jafnsterkur og hann var á köflum í fyrra, þá er ekkert því til fyrirstöðu að Roma geti gert alvöru atlögu að Ítalíumeistaratitlinum – titli sem liðið vann síðast árið 2001. Vaknar Gamla daman af værum svefni? Það er pressa á Max Allegri að skila titli til Tórníó .Getty Images Eftir níu deildartitla í röð á árunum 2012-2020 hefur Gamla daman misstigið sig á síðastliðnum tveimur árum. Vandamál liðsins hafa verið af ýmsum toga. Cristiano Ronaldo var sóttur fyrir fúlgur fjár og breytti ásýnd liðsins. En mestu munar um að miðjumenn liðsins eru ekki jafn sterkir og liðið hefur mátt venjast og það vandamál er enn til staðar að mínu mati. Sóknin er ógnarsterk með serbneska undrabarnið Dusan Vlahovic í aðalhlutverki. Federico Chiesa er mættur aftur eftir krossbandsslit og á hægri kantinum er Angel Di Maria ætlað stórt hlutverk. Í vörninni hefur Juventus selt Mathijs De Ligt og sótt í staðin brasilíska varnarmanninn Bremer frá vínrauða hluta Tórínóborgar, einn albesta leikmann deildarinnar á síðasta tímabili. En miðjan er viðvarandi vandamál. Dennis Zakaria var sóttur frá Þýskalandi í janúar síðastliðnum en hefur ekki haft þau áhrif sem vonast var eftir. Paul Pogba kom frítt til félagins í sumar en er strax meiddur og ekki fyrirséð hvenær hann verður orðinn heill. Miðað við undirbúningstímabilið má frekar búast við því að það verði ungstirnin sem munu sýna sig og sanna á komandi tímabili. Nicolo Fagioli er 21 árs miðjumaður sem lék stórt hlutverk þegar Cremonese vann B-deildina í fyrra. Hann hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu. Að sama skapi má nefna Nicolo Rovella sem kom frá Genoa. Sá á marga landsleiki fyrir yngri landslið Ítalíu og kann best við sig sem djúpur leikstjórnandi. Í mörg ár hefur Juventus lagt mesta áherslu á meistaradeild Evrópu eftir að hafa unnið deildina í öll þessi ár. Það hefur nú breyst og Max Allegri hefur aðeins eitt verkefni í ár: Að sækja Lo Scudetto aftur til svarthvíta hluta Tórínóborgar. Stórir persónuleikar í Napoli Það hefur líklegast hvergi gustað eins mikið á undirbúningstímabilinu og hjá Napoli. Stuðningsmenn liðsins undirbúa verkfall og mótmæli. Forsetinn umdeildi Aurelio Di Laurentiis er búinn að hreinsa vel til í leikmannahópnum. Gamalreyndir leikmenn á borð við Kalidou Koulibaly, Lorenzo Insigne og Dries Mertens eru allir horfnir á braut og í stað þeirra eru komnir yngri leikmenn sem enn eiga eftir að sanna sig. Suður-Kóreumaðurinn Min-Jae Kim er ætlað að fylla skarðið eftir Koulibaly í vörninni en þessi Kim hefur vakið athygli stuðningsmanna undirbúningstímabilinu fyrir endurtekinn flutning sinn á kóreska poppslagaranum Gangnam Style. En ef eitthvað er að marka flennistóra húðflúrið sem hann ber á bringunni þá er augljóst að hann mun grípa tækifærið hjá Napoli. Húðflúrið er nefnilega auðskilið: Carpe Diem. Min-Jae Kim á að fylla upp í skarðið sem Kalidou Koulibaly skildi eftir.Getty Images Annar leikmaður sem vert verður að fylgjast með hjá Napoli er hinn svokallaði georgíski Messi, vinstri kantmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia sem hefur litið gríðarlega vel út á undirbúningstímabilinu. Stóra stjarna Napoli í ár verður án efa framherjinn Victor Osimhen. Hann sýndi það í fyrra að hann er ungur, villtur og með gríðarlega hæfileika en að sama skapi þarf hann að þroskast, bæði innan vallar sem utan. Það var því ekki traustvekjandi þegar Luciano Spalletti þjálfari liðsins rak hann heim af æfingu aðeins viku eftir að undirbúningstímabilið hófst vegna hegðunar. Til að bæta á niðurlæginguna var um að ræða opna æfingu þar sem þúsundir stuðningsmanna fylgdust gáttaðir með af hliðarlínunni þar sem Osimhen rölti vandræðalegur í sturtu. Eftir svo miklar breytingar á Napoli er erfitt að sjá að liðið nái aftur meistaradeildarsæti í ár. En Di Laurentiis hefur gert það að áhugamáli sínu að afsanna hrakspár og hann þykir naskur þegar kemur að því að finna efnilega leikmenn. Spalletti er líka taktískur refur sem getur vel unnið kraftaverk. Svanasöngur Atalanta í toppnbaráttunni? Baráttan um síðustu Evrópusætin verður líklegast á milli Lazio, Atalanta og Fiorentina. Maurizio Sarri er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Lazio og hefur fengið til sín leikmenn sem henta inn í hans leikstíl. Vandamálið er samt líklegast að þessir leikmenn eru langt frá því að vera nægilega góðir til að spila í toppbaráttu. Gian Piero Gasperini gæti verið kominn með Atalanta á endastöð.Getty Images Spútniklið Atalanta sem undir stjórn þjálfarans Gianpiero Gasperini hefur gengið tröppugang úr botnbaráttunni upp í toppbaráttu og meistaradeild virðist nú vera komið á endastöð. Liðið hefur misst sterka bita til keppinauta sinna og þrátt fyrir nýja moldríka eigendur félagsins virðist ekki vera áhugi á að styrkja liðið með leikmönnum í hæsta gæðaflokki. Síðan virðast félög vera farin að lesa leikstíl Gasperinis og liðin eru ekki eins hrædd að mæta Atalanta og þau voru fyrir tveimur árum síðan. Þá þykir Gasperini vera skapstór og kann ekki að höndla erfiðleika. Það skyldi því engan undra ef allt springur í háaloft hjá Atalanta á tímabilinu ef félagið fer illa af stað. Fiorentina er mætt aftur til leiks í Evrópukeppni eftir 12 ára fjarveru, undir stjórn hins bráðefnilega þjálfara Vincenzo Italianos. Lið hans spilar snöggan fótbolta af mikilli ákefð og verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar á sínu öðru tímabili með félagið. Luka Jovic er maðurinn sem á að sjá um að skora mörkin. Serbinn var sóttur frá Real Madrid þar sem hann átti um margt misheppnaða dvöl en það spá því flestir að hann muni blómstra í sóknarsinnuðum leikstíl Italianos. Berlusconi er sprækari en nokkru sinni fyrr Tveir Íslendingar munu að öllum líkindum leika listir sínar í ítölsku A deildinni í vetur og þeirra beggja bíður hörð fallbarátta. Þórir Jóhann Helgason var í stóru hlutverki hjá Lecce sem komst upp úr B deildinni í fyrra og hann fær áfram hlutverk hjá liðinu í efstu deild. Lecce hefur ekki úr miklum fjármunum að moða og virðist frekar treysta á glöggt auga yfirmanns knattspyrnumála Panteleos Corvinos fyrir ungum og efnilegum leikmönnum og miklum baráttuanda. Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce Mikael Egill Ellertsson var keyptur til Spezia í fyrra og er nú loks mættur til liðsins eftir árs lánsdvöl hjá uppeldisfélaginu SPAL. Hann hefur fengið talsvert af mínútum á undirbúningstímabilinu hjá félaginu frá Liguria og hefur heillað bæði þjálfara liðsins og blaðamenn sem fylgjast grannt með því sem gerist á æfingasvæði Spezia. Hann er að leika í nýju hlutverki – sem miðjumaður í stað kantmanns – og gæti fengið mínútur á komandi tímabili. Einn keppinautur Íslendinganna í fallbaráttunni er gamalkunnur refur úr ítölsku deildinni. Því Silvio Berlusconi er mættur aftur í deild hinna bestu og hefur þetta verið viðburðaríkt sumar hjá forsætisráðherranum fyrrverandi. Hann felldi ríkisstjórn landsins, húð hans er strekktari en nokkru sinni fyrr, félag hans Monza er komið upp í efstu deild og hann hefur fundið ástina í örmum hinna 32ja ára Mörtu Fascinu. Parið hefur verið að mæta saman á leiki Monza og fagnar hverju marki með innilegum kossi. Berlusconi innan handar hjá Monza er annar góðkunningi ítölsku knattspyrnunnar, Adriano Galliani er til margra ára hundtryggur aðstoðarmaður Berlusconis. Einhvers konar Robin ef Berlusconi er Batman. Galliani stýrði AC Milan ásamt Berlusconi á tíunda áratugnum með góðum árangri. Saman hafa þeir smíðað þetta Monza lið sem nú reynir að festa sig í sessi í efstu deild. Liðið hefur úr miklu fjármagni að moða og miðað við leikmannahópinn ætti þeim að takast að forðast fallbaráttuna af talsverðu öryggi. Silvio Berlusconi er mættur aftur.Getty Images Líklegustu fallkandídatarnir eru því Cremonese og Salernitana. Stuðningsmenn Salernitana eru líklegast enn syngjandi og fagnandi á lungomare í strandbænum Salerno eftir að hafa haldið sér uppi með ævintýralegum lokaspretti á síðasta tímabili en í ár bíður þeirra ekkert annað en önnur fallbarátta. Hið sama á við um nýliðana Cremonese frá borginni Cremona – sem þekktust er fyrir að vera heimabær Stradivarius fiðlunnar. Fiðlan gefur einnig liðinu viðurnefni sitt i violini eða Fiðlurnar. Leikmannahópur Cremonese er afar slakur og það er fyrirséð að fiðlurnar í Cremona munu því miður ekki leika annað en jarðarfarartónlist undir lok tímabilsins. Ítalski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Ítalska deildin hófst á San Siro þetta áriðGetty Images Ungstirnin í AC Milan Komandi tímabil er merkilegt fyrir margar sakir. AC Milan fer inn í tímabilið sem ríkjandi meistari í fyrsta sinn í 10 ár og svo stefnir loks í nokkur veginn Covid-laust mót. Það var ekki fyrr en í mars á þessu ári sem liðin máttu fylla vellina sína af stuðningsmönnum og miðað við áhorfendafjöldann í apríl og maí, þá stefnir í metaðsókn á flestum leikvöngum. Vellir sem staðið hafa hálftómir í áraraðir virðast nú iða af lífi. Ársmiðasala stóru félaganna hefur gengið vonum framar. AC Milan, Roma og Internazionale hafa selt nær 40 þúsund ársmiða og Juventus skammt þar á eftir. Aðra sögu er þó að segja af Napoli þar sem líkt og á Íslandi stefnir í harðan verkfallsvetur. Stuðningsmenn þar hafa neitað að kaupa ársmiða í mótmælaskyni gegn stjórnendum félagsins, án þess þó að ríkissáttasemjari hafi boðað afskipti sín þar af. Líkt og fyrr segir er það AC Milan sem fer inn í tímabilið sem ríkjandi meistari eftir ótrúlegt tímabil í fyrra sem fór fram úr þeirra björtustu vonum. Sumarið hefur þó ekki verið neinn dans á rósum. Fyrst tók félagið sér góðan tíma í að endursemja við stjórnendur félagsins, goðsögnina Paolo Maldini og Ricky Massara sem eiga heiðurinn að því að smíða meistaralið síðasta árs. En samningar náðust að lokum, vöfflur voru bakaðar og þeir félagar gátu gengið í verkefnið að styrkja hópinn. Mikilvægast var að fylla skarð miðjumannsins Franck Kessie sem hélt til Barcelona og auka breiddina í varnarlínunni. Hvorugt hefur þó verið gert og í staðin hefur félagið eytt mestu púðri í sóknarlínuna. Divock Origi er mættur frá Liverpool til að keppa við gömlu kempurnar Zlatan Ibrahimovic og Olivier Giroud um framherjastöðuna og eftir langdreginn eltingaleik sótti félagið Charles De Ketelaere frá Club Brugge. Hann verður í hlutverki hægri kantmanns eða sóknarsinnaðs miðjumanns. Styrkingarnar í sumar voru ekki eins spennandi og búist var við en það má þó ekki gleyma því að AC Milan var með eitt yngsta byrjunarliðið á meðal toppliða í Evrópu á síðasta ári og margir leikmenn liðsins eiga enn eftir að þroskast og bæta sig. Það er því ekki útilokað að liðið berjist aftur um titilinn þótt það yrði að teljast heljarinnar afrek hjá þjálfara liðsins, tvífara Billy Bob Thorntons, Stefano Pioli, ef titilvörnin verður að veruleika. Er Lukaku púslið sem vantar hjá Internazionale? Romelu Lukaku er mættur aftur til Inter. Getty Images Nágrannarnir í Internazionale eru þeim mun spenntari fyrir tímabilinu en þeir sóttu í framlínuna Romelo Lukaku frá misheppnaðri dvöl í Chelsea. Lukaku lék frábærlega hjá Inter frá 2019-2021 og hjálpaði liðinu að vinna titilinn síðara árið. Hann kann vel við sig í Mílanóborg og lýsti oft yfir ást sinni á félaginu. En fjárhagsvandræði liðsins urðu til þess að honum var skipað að ganga til liðs við Chelsea. Dvöl hans þar var hálfgerð martröð. Hann mætti til Chelsea með fýlusvip og tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar. Hann er nú mættur aftur til Mílanó og vill væntanlega ólmur sanna sig fyrir stuðningsmönnunum sem snerust gegn honum þegar hann yfirgaf félagið. Inter hefur annars eytt sumrinu í að auka breiddina í leikmannahópnum. Í fyrra var liðið háð því að Íslandsvinurinn Marcelo Brozovic spilaði hverja einustu mínútu. Nú er búið að sækja ungstirnið Kristjan Asllani frá Empoli sem getur leyst Brozovic frá störfum í einstaka leikjum. Armeninn geðþekki Henrikh Mkhitaryan er mættur sömuleiðis með reynslu sína og gæði. Hópurinn er ógnarsterkur og eina spurningamerkið fyrir tímabilið er í raun þjálfarinn Simone Inzaghi sem hefur aldrei unnið deildina sem þjálfari. Gagnrýnisraddirnar eru margar. Getur hann svarað þeim? Sirkus Mourinho „Við erum með þriggja ára áætlun. En svo er hægt að hraða áætluninni ef vel gengur,“ sagði José Mourinho þegar hann var óvænt kynntur til leiks sem þjálfari Roma fyrir síðasta tímabil. Ári síðar vann félagið sinn fyrsta titil frá árinu 2007 með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar og Mourinho var ekki lengi að húðflúra bikarinn á upphandlegg sinn. Sigurinn í Sambandsdeildinni var nóg til að sannfæra eigendur félagsins um að hann væri á réttri leið með liðið og í sumar hefur hann verið í hlutverki freka krakkans í sælgætisverslun sem fær allt sem hann bendir á. Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma á síðasta leiktímabili.Getty Images Paolo Dybala er mættur á frjálsri sölu frá Juventus. Leikmannakynningin hans var hógværðin uppmáluð – eða þannig. Tugþúsundir stuðningsmanna hylltu leikmanninn fyrir utan höfuðstöðvar tískurisans Fendi í Palazzo della Civilta Italiana – krúnudjásn byggingarlistar fasistastjórnar Benitos Mussolinis. Nemanja Matic er mættur til borgarinnar eilífu og hittir þar fyrir gamla þjálfarann sinn. Giorgio Wijnaldum er kominn frá PSG og Nicolo Zaniolo virðist ætla að vera áfram hjá félaginu eftir að hafa verið orðaður við Juventus í allt sumar. Vopnabúrið sem Mourinho hefur úr að velja í sóknarleiknum er æðisgengið, miðjan sterk og ef varnarleikurinn verður jafnsterkur og hann var á köflum í fyrra, þá er ekkert því til fyrirstöðu að Roma geti gert alvöru atlögu að Ítalíumeistaratitlinum – titli sem liðið vann síðast árið 2001. Vaknar Gamla daman af værum svefni? Það er pressa á Max Allegri að skila titli til Tórníó .Getty Images Eftir níu deildartitla í röð á árunum 2012-2020 hefur Gamla daman misstigið sig á síðastliðnum tveimur árum. Vandamál liðsins hafa verið af ýmsum toga. Cristiano Ronaldo var sóttur fyrir fúlgur fjár og breytti ásýnd liðsins. En mestu munar um að miðjumenn liðsins eru ekki jafn sterkir og liðið hefur mátt venjast og það vandamál er enn til staðar að mínu mati. Sóknin er ógnarsterk með serbneska undrabarnið Dusan Vlahovic í aðalhlutverki. Federico Chiesa er mættur aftur eftir krossbandsslit og á hægri kantinum er Angel Di Maria ætlað stórt hlutverk. Í vörninni hefur Juventus selt Mathijs De Ligt og sótt í staðin brasilíska varnarmanninn Bremer frá vínrauða hluta Tórínóborgar, einn albesta leikmann deildarinnar á síðasta tímabili. En miðjan er viðvarandi vandamál. Dennis Zakaria var sóttur frá Þýskalandi í janúar síðastliðnum en hefur ekki haft þau áhrif sem vonast var eftir. Paul Pogba kom frítt til félagins í sumar en er strax meiddur og ekki fyrirséð hvenær hann verður orðinn heill. Miðað við undirbúningstímabilið má frekar búast við því að það verði ungstirnin sem munu sýna sig og sanna á komandi tímabili. Nicolo Fagioli er 21 árs miðjumaður sem lék stórt hlutverk þegar Cremonese vann B-deildina í fyrra. Hann hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu. Að sama skapi má nefna Nicolo Rovella sem kom frá Genoa. Sá á marga landsleiki fyrir yngri landslið Ítalíu og kann best við sig sem djúpur leikstjórnandi. Í mörg ár hefur Juventus lagt mesta áherslu á meistaradeild Evrópu eftir að hafa unnið deildina í öll þessi ár. Það hefur nú breyst og Max Allegri hefur aðeins eitt verkefni í ár: Að sækja Lo Scudetto aftur til svarthvíta hluta Tórínóborgar. Stórir persónuleikar í Napoli Það hefur líklegast hvergi gustað eins mikið á undirbúningstímabilinu og hjá Napoli. Stuðningsmenn liðsins undirbúa verkfall og mótmæli. Forsetinn umdeildi Aurelio Di Laurentiis er búinn að hreinsa vel til í leikmannahópnum. Gamalreyndir leikmenn á borð við Kalidou Koulibaly, Lorenzo Insigne og Dries Mertens eru allir horfnir á braut og í stað þeirra eru komnir yngri leikmenn sem enn eiga eftir að sanna sig. Suður-Kóreumaðurinn Min-Jae Kim er ætlað að fylla skarðið eftir Koulibaly í vörninni en þessi Kim hefur vakið athygli stuðningsmanna undirbúningstímabilinu fyrir endurtekinn flutning sinn á kóreska poppslagaranum Gangnam Style. En ef eitthvað er að marka flennistóra húðflúrið sem hann ber á bringunni þá er augljóst að hann mun grípa tækifærið hjá Napoli. Húðflúrið er nefnilega auðskilið: Carpe Diem. Min-Jae Kim á að fylla upp í skarðið sem Kalidou Koulibaly skildi eftir.Getty Images Annar leikmaður sem vert verður að fylgjast með hjá Napoli er hinn svokallaði georgíski Messi, vinstri kantmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia sem hefur litið gríðarlega vel út á undirbúningstímabilinu. Stóra stjarna Napoli í ár verður án efa framherjinn Victor Osimhen. Hann sýndi það í fyrra að hann er ungur, villtur og með gríðarlega hæfileika en að sama skapi þarf hann að þroskast, bæði innan vallar sem utan. Það var því ekki traustvekjandi þegar Luciano Spalletti þjálfari liðsins rak hann heim af æfingu aðeins viku eftir að undirbúningstímabilið hófst vegna hegðunar. Til að bæta á niðurlæginguna var um að ræða opna æfingu þar sem þúsundir stuðningsmanna fylgdust gáttaðir með af hliðarlínunni þar sem Osimhen rölti vandræðalegur í sturtu. Eftir svo miklar breytingar á Napoli er erfitt að sjá að liðið nái aftur meistaradeildarsæti í ár. En Di Laurentiis hefur gert það að áhugamáli sínu að afsanna hrakspár og hann þykir naskur þegar kemur að því að finna efnilega leikmenn. Spalletti er líka taktískur refur sem getur vel unnið kraftaverk. Svanasöngur Atalanta í toppnbaráttunni? Baráttan um síðustu Evrópusætin verður líklegast á milli Lazio, Atalanta og Fiorentina. Maurizio Sarri er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Lazio og hefur fengið til sín leikmenn sem henta inn í hans leikstíl. Vandamálið er samt líklegast að þessir leikmenn eru langt frá því að vera nægilega góðir til að spila í toppbaráttu. Gian Piero Gasperini gæti verið kominn með Atalanta á endastöð.Getty Images Spútniklið Atalanta sem undir stjórn þjálfarans Gianpiero Gasperini hefur gengið tröppugang úr botnbaráttunni upp í toppbaráttu og meistaradeild virðist nú vera komið á endastöð. Liðið hefur misst sterka bita til keppinauta sinna og þrátt fyrir nýja moldríka eigendur félagsins virðist ekki vera áhugi á að styrkja liðið með leikmönnum í hæsta gæðaflokki. Síðan virðast félög vera farin að lesa leikstíl Gasperinis og liðin eru ekki eins hrædd að mæta Atalanta og þau voru fyrir tveimur árum síðan. Þá þykir Gasperini vera skapstór og kann ekki að höndla erfiðleika. Það skyldi því engan undra ef allt springur í háaloft hjá Atalanta á tímabilinu ef félagið fer illa af stað. Fiorentina er mætt aftur til leiks í Evrópukeppni eftir 12 ára fjarveru, undir stjórn hins bráðefnilega þjálfara Vincenzo Italianos. Lið hans spilar snöggan fótbolta af mikilli ákefð og verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar á sínu öðru tímabili með félagið. Luka Jovic er maðurinn sem á að sjá um að skora mörkin. Serbinn var sóttur frá Real Madrid þar sem hann átti um margt misheppnaða dvöl en það spá því flestir að hann muni blómstra í sóknarsinnuðum leikstíl Italianos. Berlusconi er sprækari en nokkru sinni fyrr Tveir Íslendingar munu að öllum líkindum leika listir sínar í ítölsku A deildinni í vetur og þeirra beggja bíður hörð fallbarátta. Þórir Jóhann Helgason var í stóru hlutverki hjá Lecce sem komst upp úr B deildinni í fyrra og hann fær áfram hlutverk hjá liðinu í efstu deild. Lecce hefur ekki úr miklum fjármunum að moða og virðist frekar treysta á glöggt auga yfirmanns knattspyrnumála Panteleos Corvinos fyrir ungum og efnilegum leikmönnum og miklum baráttuanda. Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce Mikael Egill Ellertsson var keyptur til Spezia í fyrra og er nú loks mættur til liðsins eftir árs lánsdvöl hjá uppeldisfélaginu SPAL. Hann hefur fengið talsvert af mínútum á undirbúningstímabilinu hjá félaginu frá Liguria og hefur heillað bæði þjálfara liðsins og blaðamenn sem fylgjast grannt með því sem gerist á æfingasvæði Spezia. Hann er að leika í nýju hlutverki – sem miðjumaður í stað kantmanns – og gæti fengið mínútur á komandi tímabili. Einn keppinautur Íslendinganna í fallbaráttunni er gamalkunnur refur úr ítölsku deildinni. Því Silvio Berlusconi er mættur aftur í deild hinna bestu og hefur þetta verið viðburðaríkt sumar hjá forsætisráðherranum fyrrverandi. Hann felldi ríkisstjórn landsins, húð hans er strekktari en nokkru sinni fyrr, félag hans Monza er komið upp í efstu deild og hann hefur fundið ástina í örmum hinna 32ja ára Mörtu Fascinu. Parið hefur verið að mæta saman á leiki Monza og fagnar hverju marki með innilegum kossi. Berlusconi innan handar hjá Monza er annar góðkunningi ítölsku knattspyrnunnar, Adriano Galliani er til margra ára hundtryggur aðstoðarmaður Berlusconis. Einhvers konar Robin ef Berlusconi er Batman. Galliani stýrði AC Milan ásamt Berlusconi á tíunda áratugnum með góðum árangri. Saman hafa þeir smíðað þetta Monza lið sem nú reynir að festa sig í sessi í efstu deild. Liðið hefur úr miklu fjármagni að moða og miðað við leikmannahópinn ætti þeim að takast að forðast fallbaráttuna af talsverðu öryggi. Silvio Berlusconi er mættur aftur.Getty Images Líklegustu fallkandídatarnir eru því Cremonese og Salernitana. Stuðningsmenn Salernitana eru líklegast enn syngjandi og fagnandi á lungomare í strandbænum Salerno eftir að hafa haldið sér uppi með ævintýralegum lokaspretti á síðasta tímabili en í ár bíður þeirra ekkert annað en önnur fallbarátta. Hið sama á við um nýliðana Cremonese frá borginni Cremona – sem þekktust er fyrir að vera heimabær Stradivarius fiðlunnar. Fiðlan gefur einnig liðinu viðurnefni sitt i violini eða Fiðlurnar. Leikmannahópur Cremonese er afar slakur og það er fyrirséð að fiðlurnar í Cremona munu því miður ekki leika annað en jarðarfarartónlist undir lok tímabilsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira