Kenna kirkjusöfnuðum um mislingafaraldur sem banað hefur áttatíu börnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:14 Hátt í 1100 börn hafa smitast af mislingum í Simbabve frá því í apríl ef marka má heilbrigðisráðherra landsins. Getty/Tafadzwa Ufumeli Yfirvöld í Simbabve segja kirkjusöfnuðum um að kenna að áttatíu börn hafi látist úr mislingum síðan í apríl. Sjúkdómurinn hefur breiðst út um Simbabve undanfarnar mánuði og tæp sjö prósent þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn hafa látist úr honum. Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt. Simbabve Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt.
Simbabve Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira