Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 11:04 Leikmenn FH voru illir eftir að dæmd var vítaspyrna á þá sem reyndar fór svo forgörðum. Skjáskot Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan. Besta deild karla KR FH Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan.
Besta deild karla KR FH Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira