Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 14:00 Emilía Rós Ómarsdóttir var valin íþróttamaður ársins af Skautafélagi Akureyrar árið 2015. Skautafélag Akureyrar Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. „Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018,“ segir í upphafi afsökunarbeiðni ÍBA og SA. Þannig er mál með vexti að á síðari hluta árs 2018 var Emilía Rós kynferðislega áreitt af þáverandi þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar. „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ sagði Emilía Rós í viðtali sem birtist í nóvember árið 2019. Þar fór hún yfir hvað hafði gengið á og hvernig áðurnefndur þjálfari hefði farið úr því að áreita hana ítrekað í að snúast gegn henni og leggja hana í einelti. Hann var yfir þrítugt á meðan hún var ekki orðin 18 ára gömul. Skautafélag Akureyrar gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það sagðist hafa unnið „með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafibrotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Samsett Nú, tæpum þremur árum eftir að viðtalið við Emilíu Rós var birt og fjórum árum eftir að atvikið átti sér stað, hefur afsökunarbeiðni loks borist. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni ÍBA og SA í heild sinni. Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“ MeToo Skautaíþróttir Akureyri Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira
„Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018,“ segir í upphafi afsökunarbeiðni ÍBA og SA. Þannig er mál með vexti að á síðari hluta árs 2018 var Emilía Rós kynferðislega áreitt af þáverandi þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar. „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ sagði Emilía Rós í viðtali sem birtist í nóvember árið 2019. Þar fór hún yfir hvað hafði gengið á og hvernig áðurnefndur þjálfari hefði farið úr því að áreita hana ítrekað í að snúast gegn henni og leggja hana í einelti. Hann var yfir þrítugt á meðan hún var ekki orðin 18 ára gömul. Skautafélag Akureyrar gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það sagðist hafa unnið „með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafibrotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Samsett Nú, tæpum þremur árum eftir að viðtalið við Emilíu Rós var birt og fjórum árum eftir að atvikið átti sér stað, hefur afsökunarbeiðni loks borist. Hér að neðan má sjá afsökunarbeiðni ÍBA og SA í heild sinni. Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“
Yfirlýsing ÍBA og SA Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018. Gefin var út yfirlýsing í september 2018 þar sem m.a. var sagt: „...að engar sannanir eða merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ „Það var því miður ekki raunin og þegar málið var skoðað nánar þá kom í ljós að hann áreitti Emilíu á óviðeigandi hátt. Fyrir það var hann áminntur og hætti hann sjálfur sinni þjálfun hjá félaginu stuttu seinna.“ „Með faglegri viðbrögðum hefði verið hægt að draga úr sársauka og þjáningu þeirra sem að málinu komu og auðvelda lausn máls. Þrátt fyrir að á þeim tíma er málið kom upp væru ekki til verkferlar sem auðvelt var að styðjast við og fylgja, þá breytir það ekki því að það er alltaf á ábyrgð stjórnarfólks í íþróttahreyfingunni að leysa mál með þeim að hætti að þau valdi sem minnstri vanlíðan þeirra sem misrétti eru beittir.“ „Af þessu höfum við dregið lærdóm, auk þess sem íþróttahreyfingin öll hefur sett sér betri reglur og verkferla, meðal annars með stofnun embættis samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Við heitum því að fylgja þeim leiðbeiningum og þeim línum sem nú hafa verið lagðar í þeim vandasömu málum sem upp geta komið innan íþróttahreyfingarinnar, með það að leiðarljósi að öllum líði sem best og geti stundað sínar íþróttir í öruggu umhverfi.“
MeToo Skautaíþróttir Akureyri Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira