Bæta námsmöguleika barna með fatlanir til muna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:15 Friðsemd ásamt nemenda skólans. CLF Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu. CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi) Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi)
Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12
„Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30
Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið