Anníe Mist verður alltaf veik eftir heimsleikana: „Mikið veik núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir sagði aðdáendum sínum frá því hvað tekur alltaf við hjá henni strax eftir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það tekur mikið á að taka þátt í heimsleikunum í CrossFit. Keppendur hafa verið mörg ár að undirbúa sig og eru í frábæru formi en leikarnir eru alltaf alvöru próf sem taka mikla orku frá öllum. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn