Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 21:01 Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, fyrir framan skiltin í dag - sem þá höfðu verið þrifin. Vísir/Egill Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín. Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Vegfarendur gengu í gær fram á umrædd skilti hinsegin daga útkrotuð óheillavænlegum táknum. Skiltin hafa nú öll verið þrifin en áletrunin sem á þeim stóð, 1488, er tákn sem nýnasistar hafa tileinkað sér. Stjórn hinsegin daga hefur kært skemmdarverkin til lögreglu og vísar til hatursorðræðu. Málið er ekki einsdæmi; í byrjun júlí var sagt frá því að gelt hefði verið á hjón vegna samkynhneigðar, 23. júlí var „antikristur“ málaður yfir hinsegin fána við Grafarvogskirkju - og önnur fjandsamleg biblíutilvísun máluð yfir fánann þremur dögum síðar. Í síðustu viku skáru unglingar niður regnbogafána á Hellu og nú síðast fyrir þremur dögum var hinsegin fáni Hjallakirkju skorinn niður. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og hinsegin kona, bendir þó á að þetta séu verk örlítils minnihluta. „Í fyrsta lagi þá finnst mér einhvern veginn ekki að ég ætti að gefa þessum kjánalegu aðgerðum of mikinn fókus því ég hef áhyggjur af því að það geti ýtt undir svona hegðun. En að hinu leytinu er ég bara verulega uggandi og áhyggjufull.“ Það megi ekki taka því léttvægt þegar kerfisbundið sé ráðist á sameiningartákn hinsegin fólks. Hún fái samt sem áður kvíðahnút í magann þegar talað er um bakslag í baráttunni, orðfæri sem hún þó skilji vel. „Við skulum samt ekki gleyma því að fólk hefur verið að hegða sér svona árum saman og það hafa alltaf verið fordómar, leynir og ljósir, gegn hinsegin fólki í gegnum tíðina.“ En atburðir síðustu daga verði vonandi til þess að hleypa lífi í hinsegin fræðslu. „Svo má líka þakka þessum kjánum fyrir það að þau þjappa okkur hinsegin fólkinu saman og við höfum aldrei upplifað meiri samtakamátt en akkúrat núna, þannig að bara kærar þakkir fyrir það,“ segir Katrín.
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. 12. ágúst 2022 14:25