Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 09:31 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum laxveiðiám heldur er hann einnig mikill fótboltaáhugamaður. EPA-EFE/THIERRY CARPICO Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu. Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira
Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira