Vörðust umfangsmestu tölvuárás á Eistland frá 2007 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 10:39 Kaja Kallas er forsætisráðherra Eistlands. EPA/TOMS KALNINS Ráðamenn í Eistlandi segjast hafa varist umfangsmestu tölvuárás á landið frá 2007. Árásin hófst í gær, skömmu eftir að tilkynnt var að sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarými í Eistlandi. Rússnesku tölvuþrjótarnir í hópnum Killnet hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þeir sögðust hafa gert árás á rúmlega tvö hundruð stofnanir og fyrirtæki í Eistlandi og vísuðu þeir til þess að Eistar ætluðu að fjarlægja minnisvarða. Árásin sem gerð var árið 2007 var einnig á vegum Rússa en hún var gerð eftir að sovéskur minnisvarði var færður úr miðborg Tallinn. Sú árás stóð yfir í 22 daga. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greindi frá því í gær að allir sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarýmum. „Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ sagði Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Luukas Ilves, úr efnahags og samskiptaráðuneyti Eistlands, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði á Twitter að árásin hefði verið sú umfangsmesta frá 2007 en illa hefði verið staðið að henni. Því hefði hún lítil áhrif haft í Eistlandi og flestir íbúar hefðu ekki einu sinni tekið eftir henni. The attacks were ineffective. E-Estonia is up and running. Services were not disrupted. With some brief and minor exceptions, websites remained fully available throughout the day. The attack has gone largely unnoticed in Estonia. (2/4)— Luukas Ilves (@luukasilves) August 18, 2022 Ríkisútvarp Eistlands hefur eftir embættismönnum að rússnesku tölvuþrjótarnir hafi meðal annars beitt svokölluðum DDOS-árásum, þar sem beindu mikilli netumferð á vefsvæði stofnana og fyrirtækja með því markmiði að setja þau vefsvæði á hliðina. Þeir reyndu einnig að senda tölvupósta til að plata fólk til að gefa upp lykilorð og þá hafa nokkrir tölvuvírusar fundist. Tölvuþrjótar Killnet gerðu einnig tölvuárásir á stofnanir í Litháen í síðustu viku, eftir að þing ríkisins samþykkti ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki. Eistland Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51 Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Rússnesku tölvuþrjótarnir í hópnum Killnet hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þeir sögðust hafa gert árás á rúmlega tvö hundruð stofnanir og fyrirtæki í Eistlandi og vísuðu þeir til þess að Eistar ætluðu að fjarlægja minnisvarða. Árásin sem gerð var árið 2007 var einnig á vegum Rússa en hún var gerð eftir að sovéskur minnisvarði var færður úr miðborg Tallinn. Sú árás stóð yfir í 22 daga. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, greindi frá því í gær að allir sovéskir minnisvarðar yrðu fjarlægðir úr almannarýmum. „Sem tákn um kúgun og sovéskt hernám hafa þeir orðið uppspretta aukinnar félagslegrar spennu – og á þessum tíma verðum við að halda ógnum við allsherjarreglu í lágmarki,“ sagði Kallas á Twitter, en eistnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir innrás þeirra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Luukas Ilves, úr efnahags og samskiptaráðuneyti Eistlands, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði á Twitter að árásin hefði verið sú umfangsmesta frá 2007 en illa hefði verið staðið að henni. Því hefði hún lítil áhrif haft í Eistlandi og flestir íbúar hefðu ekki einu sinni tekið eftir henni. The attacks were ineffective. E-Estonia is up and running. Services were not disrupted. With some brief and minor exceptions, websites remained fully available throughout the day. The attack has gone largely unnoticed in Estonia. (2/4)— Luukas Ilves (@luukasilves) August 18, 2022 Ríkisútvarp Eistlands hefur eftir embættismönnum að rússnesku tölvuþrjótarnir hafi meðal annars beitt svokölluðum DDOS-árásum, þar sem beindu mikilli netumferð á vefsvæði stofnana og fyrirtækja með því markmiði að setja þau vefsvæði á hliðina. Þeir reyndu einnig að senda tölvupósta til að plata fólk til að gefa upp lykilorð og þá hafa nokkrir tölvuvírusar fundist. Tölvuþrjótar Killnet gerðu einnig tölvuárásir á stofnanir í Litháen í síðustu viku, eftir að þing ríkisins samþykkti ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki.
Eistland Rússland Tölvuárásir Tengdar fréttir Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51 Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland. 12. ágúst 2022 07:51
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07