Fer framtíðin auðveldlega framhjá okkur? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun