Luis Suárez varar Darwin Nunez við: Þetta á eftir að verða verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 10:30 Darwin Nunez gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik Liverpool og Crystal Palace á Anfield. AP/Jon Super Luis Suárez var frábær í búningi Liverpool en það gekk einnig mikið á hjá honum þann tíma sem hann spilaði á Anfield. Nú var landi hans Darwin Nunez fljótur að koma sér í vandræði. Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira