Talar sex tungumál í Ólafsfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2022 09:03 Ida, segir mjög gott að búa í Ólafsfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira