Mútuhneyksli tengt ÓL 2020 geti haft skaðleg áhrif Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:30 Yasuhiro Yamashita (t.v.) óttast áhrif hneykslisins. Tomohiro Ohsumi/Getty Images Japanskir embættismenn óttast áhrifin sem mútuhneyksli tengt Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í fyrra hafi á umsókn landsins um að halda Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra í Sapporo árið 2030. Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er. Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er.
Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti