Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2022 09:08 Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að þekktasta samtímahöfundi Úkraínumanna. Aðsend/Pako Mera/Opale/Bridgeman Images Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár og mun hann koma til Íslands þann 7. september til að veita þeim viðtöku. Í tilkynningu frá Bókmenntahátíð í Reykjavík segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni afhenda verðlaunin sem verða veitt í þriðja sinn, en fyrri verðlaunahafar eru rithöfundarnir Ian McEwan og Elif Shafak. „Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að þekktasta samtímahöfundi Úkraínumanna. Í henni fjallar Kúrkov á bráðskemmtilegan og tregafullan hátt um fjarstæðukenndan veruleika hversdagsfólks í löndum Austur-Evrópu eftir fall járntjaldsins og það gerir Kúrkov líka í fleiri verkum sínum. Dauðinn og mörgæsin kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005 og bókin var endurútgefin vorið 2022. Kúrkov er afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans komið út á 42 tungumálum. Hann skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir handritum hans. Á þessu ári kemur út á bók með dagbókarskrifum hans sem hófust í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu. Bókina skrifar hann á ensku og ber hún heitir Diary of an Invasion. Kúrkov er forseti alþjóðlegu rithöfundasamtakanna PEN í Úkraínu og hefur undanfarin misseri ferðast víða um heim og fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. Kúrkov tók þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005 og muna margir eftir stórskemmtilegri framkomu hans á upplestrarkvöldi í Iðnó. Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. september kl. 16 og mun Kúrkov við það tilefni flytja fyrirlestur Halldórs Laxness. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Um kvöldið kemur Kúrkov fram á upplestrarkvöldi í Iðnó ásamt fleiri höfundum. Báðir viðburðirnir eru ókeypis og opnir öllum. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Egill Helgason fjölmiðlamaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Elif Shafak, handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2021,“ segir í tilkynningunni. Bókmenntir Bókmenntahátíð Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06 Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. 11. september 2021 20:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Bókmenntahátíð í Reykjavík segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni afhenda verðlaunin sem verða veitt í þriðja sinn, en fyrri verðlaunahafar eru rithöfundarnir Ian McEwan og Elif Shafak. „Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að þekktasta samtímahöfundi Úkraínumanna. Í henni fjallar Kúrkov á bráðskemmtilegan og tregafullan hátt um fjarstæðukenndan veruleika hversdagsfólks í löndum Austur-Evrópu eftir fall járntjaldsins og það gerir Kúrkov líka í fleiri verkum sínum. Dauðinn og mörgæsin kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005 og bókin var endurútgefin vorið 2022. Kúrkov er afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans komið út á 42 tungumálum. Hann skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir handritum hans. Á þessu ári kemur út á bók með dagbókarskrifum hans sem hófust í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu. Bókina skrifar hann á ensku og ber hún heitir Diary of an Invasion. Kúrkov er forseti alþjóðlegu rithöfundasamtakanna PEN í Úkraínu og hefur undanfarin misseri ferðast víða um heim og fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. Kúrkov tók þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005 og muna margir eftir stórskemmtilegri framkomu hans á upplestrarkvöldi í Iðnó. Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. september kl. 16 og mun Kúrkov við það tilefni flytja fyrirlestur Halldórs Laxness. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Um kvöldið kemur Kúrkov fram á upplestrarkvöldi í Iðnó ásamt fleiri höfundum. Báðir viðburðirnir eru ókeypis og opnir öllum. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Egill Helgason fjölmiðlamaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Elif Shafak, handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2021,“ segir í tilkynningunni.
Bókmenntir Bókmenntahátíð Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06 Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. 11. september 2021 20:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06
Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. 11. september 2021 20:00