Ætlar að synda í myrkrinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 15:30 Rex Pistols verður með lokatónleika næstkomandi föstudagskvöld á Gauknum. MSEA Rex Pistols hefur vakið athygli fyrir tónlist sína í grasrótarhreyfingum íslensks tónlistarlífs. Rex Beckett, manneskjan á bak við verkefnið, heldur sína síðustu tónleika næstkomandi föstudag en ætlar svo að loka dyrunum í bili og hefja nýjan kafla. Blaðamaður tók púlsinn á Rex. Rex er fætt í Kanada og hefur búið hérlendis frá því hán var 27 ára. „Stærsti innblásturinn á bak við Rex Pistols var að finna leið til að komast inn í kjarnann á því hver ég er og að nýta mér berskjöldun sem styrk. Ég á mjög tætingslega sögu og mikið tráma úr æsku leiddi til krónískra heilsufarslegra vandamála, virkilega lágs sjálfsálits, skorts á sjálfsöryggi og djúpstæðrar sjálfsfyrirlitningar,“ segir Rex en hán var lengi týnt og átti erfitt með að átta sig á því hver hán var. Rex Beckett er manneskjan á bak við Rex Pistols.MSEA Innsta sjálfið „Ég reyndi að endurmóta mig til að passa inn í ákveðin form samfélagsins, ég reyndi að breyta mér þannig að fólk samþykkti mig en tilfinningin var röng. Ég var í hreinskilni að glíma við sjálfsvígshugsanir stóran hluta lífs míns og því lengra sem ég fór frá mínum kjarna því verra varð það.“ Eftir ferðalag í átt að sjálfu sér segist Rex hafa fundið sitt innsta sjálf. „Mitt insta sjálf er blanda af virkilega öguðum ballett nörda sem ég var sem barn og uppreisnargjörnum, eldfjörugum vandræðaunglings gothara sem ég varð svo. Ég hef alltaf elskað drama, drunga, skrýtna tónlist og allt sem tengist níunda áratugnum. Ég hef alltaf verið mjög viðkvæmt en líka búið yfir mikilli seiglu og ég þurfti að ná að tengjast öllum þessum hliðum af sjálfu mér, uppáhalds hlutunum mínum og einnig óleystum sársauka, til að geta tjáð mig í gegnum tónlist.“ Tónlistar uppeldi Rex sækir innblástur í hljómsveitina Soft Cell og segir plötuna Non-Stop Erotic Cabaret vera það sem hefur líklega mótað tónlist Rex Pistols hvað mest. Aðrar hljómsveitir á borð við Depeche Mode, Cocteau Twins, Human League og New Order veita einnig innblástur í tónlistarsköpuninni sem og Twin Peaks heimurinn og sænski popp pródúserinn Max Martin. Hán var alið upp af tónlistarfólki, mamma háns er doktor í tónlistarfræði og hefur unnið að ýmsum rannsóknum í heimi tónlistarinnar. Rex lærði á píanó frá móður sinni þegar hán var barn. „Ég er ótrúlega stolt af mömmu og hún er stórkostleg,“ segir Rex. Faðir Rex starfar sem pípuorgels smiður og því var Rex stöðugt umkringt tónlist sem barn. Hán lærði svo í listaskólum og byrjaði að koma fram þar. Á unglingsárunum fjarlægðist hán tónlist en fór svo í háskólanám við hljóðverkfræði í Montreal þegar hán var tvítugt. Endurheimti sjálft sig „Ég fjarlægðist tónlistina aftur eftir eftir skólann en eftir að ég flutti til Íslands stofnaði ég loksins hljómsveit þegar ég var 27 ára með þáverandi maka mínum og vini, sem heitir Antimony. Við gerðum nokkuð svipaða tónlist og Rex Pistols, en hún var miklu meira í bjartari nýbylgjuhlið synthpopsins. Hjónabandinu lauk seint á árinu 2016 og í kjölfarið hætti hljómsveitin, við gátum ekki púllað ABBA dæmið, og ég byrjaði Rex Pistols stuttu eftir að ég skildi. Á því augnabliki þurfti ég að endurheimta sjálft mig og þannig hófst verkefnið.“ Tónlistarblaðamennskan hafði áhrif Rex segir íslenska tónlist hafa verið það sem dró hán upphaflega til Íslands. Hán byrjaði að skrifa fyrir The Reykjavík Grapevine á fyrstu mánuðum sínum hérlendis og einbeitti sér aðallega að tónlistarskrifum og útgáfum í kringum tónlistarhátíðir. Hán segist halda að tónlistarblaðamennskan hafi verið stór ástæða þess að hán hafi átt erfitt með að taka stökkið yfir í að semja tónlist. „Mér leið eins og ég væri hinum megin við tjaldið, á vissan hátt, og að stíga inn á sviðið lét mér líða eins og imposter. Ég held að það sé enn fullt af fólki í þessu samfélagi sem hugsar bara um mig sem rithöfundinn og blaðamanninn og gerir sér ekki grein fyrir því að ég er hluti af tónlistarsenunni núna.“ Rex Beckett endurheimti sjálft sig þegar hán byrjaði með tónlistarverkefnið Rex Pistols.MSEA Myrk neðanjarðarsena Rex segir tónlistarsenuna stóra og fjölbreytta hérlendis en þó sé hán vart um frændhyglni og afmörkun á ákveðnum sviðum. „Ég er hluti af svona myrkri grasrótar neðanjarðarsenu og við erum lítil og þétt, en það gerist samt í litla hringnum okkar. Ég ætla ekki að tala fyrir hönd fólks í öðrum senum, en eftir að hafa talað við mjög mikið af tónlistarfólki veit ég að það getur verið mjög erfitt fyrir flesta listamenn að ná þeim árangri sem þeir vilja og fá viðurkenningu frá fólki og stofnunum sem þeir bera virðingu fyrir.“ Rex segist alltaf hafa hallast í átt að menningarkimum þeirra sem eru á jaðrinum í samfélaginu sem eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli ástríðu við að gera sitt og vilja ekki endilega komast á toppinn. Þó sé ekki alltaf pláss fyrir fjölbreytileikann til að skína og þá sérstaklega þegar það kemur að styrkjum fyrir verkefni. „Ég er hinsegin og hef lengi verið að leita að réttri skilgreiningu á mér. Ég hef þurft að vinna og berjast fyrir mínu plássi. Ég hef séð mikið af fólki í tónlistarsenunni sem er ekki hvítir gagnkynhneigðir karlmenn og hefur þurft að vinna tvisvar eða þrisvar sinnum meira fyrir helmings uppskeru. Við sjáum útilokunina til dæmis hjá stórum viðburðahöldurum.“ Eftir föstudagskvöldið hefst nýr kafli hjá Rex.MSEA Síðustu tónleikarnir um ókomna tíð Næstkomandi föstudagskvöld spilar Rex sína síðustu tónleika sem Rex Pistols um ókomna tíð. „Ég mun flytja alla síðustu plötuna mína, What Love Is, í síðasta sinn. Ég skrifaði og gaf út plötuna árið 2020 og hún snýst algjörlega um hugtakið ást í öllum sínum myndum, sem var upphaflega innblásið af andláti ástkærrar ömmu minnar. Það er verkið sem ég er hvað stoltast af, en það er líka kominn tími til að sleppa tökum á því.“ Rex segist ætla að koma gestum á óvart með ýmsu óvæntu ívafi. „Það verður kóreógrafía, búningaskipti, sprengingar, tár, hlátur og hugsanlega tognun á ökkla eða hné, það gerist oft fyrir mig og hefur nú þegar gerst tvisvar á meðan ég er að spila.“ Ásamt Rex verða aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn, sem hán segir vera ótrúlega töff og búa yfir sínu uppáhalds fólki. Má þar nefna ROTH, Guðir Hins Nýja Tíma, Svartþoku og plötusnúðana í OhMyGoth sem taka við í lok kvöldsins. „Að dansa á svona goth kvöldum er skemmtilegast því þá máttu vera eins kjánalegur og þú vilt!“ Læra og vaxa Að lokum segir Rex að sér finnist kominn tími til að halda áfram. „Ég hef náð því sem ég ætlaði mér að gera með verkefnið frá upphafi. Ég hef náð inn í kjarna sjálfs míns og endurheimt hver ég er. Það hefur svo mikið gerst síðastliðin sex ár í þessu verkefni, ég hef vaxið og læknað svo marga hluta af sjálfu mér og í því ferli hef ég vaxið upp úr Rex Pistols. Það passar bara ekki lengur, eða allavega ekki núna.“ Hán segist ekki geta lofað því að verkefnið fari ekki aftur af stað einhvern tíma í framtíðinni en það verði þó aldrei eins. „Fram að þessu hef ég aldrei haft sjálfstraustið til að spila tónlist bara fyrir tónlistina. Mest af öllu hlakka ég til að sleppa samfélagsmiðla þrýstingnum. Ég vil núna eyða meiri tíma í að bæta færni mína sem hljóðfæraleikara, ég vil kanna nýjar leiðir við að taka upp og framleiða tónlist, ég vil skilja eftir þær takmarkanir sem ég hef haft á tónsmíðinni hingað til. Ég vil bara læra og halda áfram að vaxa. Á vissan hátt er ég að fara út í hið óþekkta og það er mjög spennandi. Ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað tekur við næst. Þegar sýningunni á föstudaginn lýkur verður það eins og að stinga mér fram af tíu metra kletti í hafið um nótt. Bara að synda í myrkrinu. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rex er fætt í Kanada og hefur búið hérlendis frá því hán var 27 ára. „Stærsti innblásturinn á bak við Rex Pistols var að finna leið til að komast inn í kjarnann á því hver ég er og að nýta mér berskjöldun sem styrk. Ég á mjög tætingslega sögu og mikið tráma úr æsku leiddi til krónískra heilsufarslegra vandamála, virkilega lágs sjálfsálits, skorts á sjálfsöryggi og djúpstæðrar sjálfsfyrirlitningar,“ segir Rex en hán var lengi týnt og átti erfitt með að átta sig á því hver hán var. Rex Beckett er manneskjan á bak við Rex Pistols.MSEA Innsta sjálfið „Ég reyndi að endurmóta mig til að passa inn í ákveðin form samfélagsins, ég reyndi að breyta mér þannig að fólk samþykkti mig en tilfinningin var röng. Ég var í hreinskilni að glíma við sjálfsvígshugsanir stóran hluta lífs míns og því lengra sem ég fór frá mínum kjarna því verra varð það.“ Eftir ferðalag í átt að sjálfu sér segist Rex hafa fundið sitt innsta sjálf. „Mitt insta sjálf er blanda af virkilega öguðum ballett nörda sem ég var sem barn og uppreisnargjörnum, eldfjörugum vandræðaunglings gothara sem ég varð svo. Ég hef alltaf elskað drama, drunga, skrýtna tónlist og allt sem tengist níunda áratugnum. Ég hef alltaf verið mjög viðkvæmt en líka búið yfir mikilli seiglu og ég þurfti að ná að tengjast öllum þessum hliðum af sjálfu mér, uppáhalds hlutunum mínum og einnig óleystum sársauka, til að geta tjáð mig í gegnum tónlist.“ Tónlistar uppeldi Rex sækir innblástur í hljómsveitina Soft Cell og segir plötuna Non-Stop Erotic Cabaret vera það sem hefur líklega mótað tónlist Rex Pistols hvað mest. Aðrar hljómsveitir á borð við Depeche Mode, Cocteau Twins, Human League og New Order veita einnig innblástur í tónlistarsköpuninni sem og Twin Peaks heimurinn og sænski popp pródúserinn Max Martin. Hán var alið upp af tónlistarfólki, mamma háns er doktor í tónlistarfræði og hefur unnið að ýmsum rannsóknum í heimi tónlistarinnar. Rex lærði á píanó frá móður sinni þegar hán var barn. „Ég er ótrúlega stolt af mömmu og hún er stórkostleg,“ segir Rex. Faðir Rex starfar sem pípuorgels smiður og því var Rex stöðugt umkringt tónlist sem barn. Hán lærði svo í listaskólum og byrjaði að koma fram þar. Á unglingsárunum fjarlægðist hán tónlist en fór svo í háskólanám við hljóðverkfræði í Montreal þegar hán var tvítugt. Endurheimti sjálft sig „Ég fjarlægðist tónlistina aftur eftir eftir skólann en eftir að ég flutti til Íslands stofnaði ég loksins hljómsveit þegar ég var 27 ára með þáverandi maka mínum og vini, sem heitir Antimony. Við gerðum nokkuð svipaða tónlist og Rex Pistols, en hún var miklu meira í bjartari nýbylgjuhlið synthpopsins. Hjónabandinu lauk seint á árinu 2016 og í kjölfarið hætti hljómsveitin, við gátum ekki púllað ABBA dæmið, og ég byrjaði Rex Pistols stuttu eftir að ég skildi. Á því augnabliki þurfti ég að endurheimta sjálft mig og þannig hófst verkefnið.“ Tónlistarblaðamennskan hafði áhrif Rex segir íslenska tónlist hafa verið það sem dró hán upphaflega til Íslands. Hán byrjaði að skrifa fyrir The Reykjavík Grapevine á fyrstu mánuðum sínum hérlendis og einbeitti sér aðallega að tónlistarskrifum og útgáfum í kringum tónlistarhátíðir. Hán segist halda að tónlistarblaðamennskan hafi verið stór ástæða þess að hán hafi átt erfitt með að taka stökkið yfir í að semja tónlist. „Mér leið eins og ég væri hinum megin við tjaldið, á vissan hátt, og að stíga inn á sviðið lét mér líða eins og imposter. Ég held að það sé enn fullt af fólki í þessu samfélagi sem hugsar bara um mig sem rithöfundinn og blaðamanninn og gerir sér ekki grein fyrir því að ég er hluti af tónlistarsenunni núna.“ Rex Beckett endurheimti sjálft sig þegar hán byrjaði með tónlistarverkefnið Rex Pistols.MSEA Myrk neðanjarðarsena Rex segir tónlistarsenuna stóra og fjölbreytta hérlendis en þó sé hán vart um frændhyglni og afmörkun á ákveðnum sviðum. „Ég er hluti af svona myrkri grasrótar neðanjarðarsenu og við erum lítil og þétt, en það gerist samt í litla hringnum okkar. Ég ætla ekki að tala fyrir hönd fólks í öðrum senum, en eftir að hafa talað við mjög mikið af tónlistarfólki veit ég að það getur verið mjög erfitt fyrir flesta listamenn að ná þeim árangri sem þeir vilja og fá viðurkenningu frá fólki og stofnunum sem þeir bera virðingu fyrir.“ Rex segist alltaf hafa hallast í átt að menningarkimum þeirra sem eru á jaðrinum í samfélaginu sem eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli ástríðu við að gera sitt og vilja ekki endilega komast á toppinn. Þó sé ekki alltaf pláss fyrir fjölbreytileikann til að skína og þá sérstaklega þegar það kemur að styrkjum fyrir verkefni. „Ég er hinsegin og hef lengi verið að leita að réttri skilgreiningu á mér. Ég hef þurft að vinna og berjast fyrir mínu plássi. Ég hef séð mikið af fólki í tónlistarsenunni sem er ekki hvítir gagnkynhneigðir karlmenn og hefur þurft að vinna tvisvar eða þrisvar sinnum meira fyrir helmings uppskeru. Við sjáum útilokunina til dæmis hjá stórum viðburðahöldurum.“ Eftir föstudagskvöldið hefst nýr kafli hjá Rex.MSEA Síðustu tónleikarnir um ókomna tíð Næstkomandi föstudagskvöld spilar Rex sína síðustu tónleika sem Rex Pistols um ókomna tíð. „Ég mun flytja alla síðustu plötuna mína, What Love Is, í síðasta sinn. Ég skrifaði og gaf út plötuna árið 2020 og hún snýst algjörlega um hugtakið ást í öllum sínum myndum, sem var upphaflega innblásið af andláti ástkærrar ömmu minnar. Það er verkið sem ég er hvað stoltast af, en það er líka kominn tími til að sleppa tökum á því.“ Rex segist ætla að koma gestum á óvart með ýmsu óvæntu ívafi. „Það verður kóreógrafía, búningaskipti, sprengingar, tár, hlátur og hugsanlega tognun á ökkla eða hné, það gerist oft fyrir mig og hefur nú þegar gerst tvisvar á meðan ég er að spila.“ Ásamt Rex verða aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn, sem hán segir vera ótrúlega töff og búa yfir sínu uppáhalds fólki. Má þar nefna ROTH, Guðir Hins Nýja Tíma, Svartþoku og plötusnúðana í OhMyGoth sem taka við í lok kvöldsins. „Að dansa á svona goth kvöldum er skemmtilegast því þá máttu vera eins kjánalegur og þú vilt!“ Læra og vaxa Að lokum segir Rex að sér finnist kominn tími til að halda áfram. „Ég hef náð því sem ég ætlaði mér að gera með verkefnið frá upphafi. Ég hef náð inn í kjarna sjálfs míns og endurheimt hver ég er. Það hefur svo mikið gerst síðastliðin sex ár í þessu verkefni, ég hef vaxið og læknað svo marga hluta af sjálfu mér og í því ferli hef ég vaxið upp úr Rex Pistols. Það passar bara ekki lengur, eða allavega ekki núna.“ Hán segist ekki geta lofað því að verkefnið fari ekki aftur af stað einhvern tíma í framtíðinni en það verði þó aldrei eins. „Fram að þessu hef ég aldrei haft sjálfstraustið til að spila tónlist bara fyrir tónlistina. Mest af öllu hlakka ég til að sleppa samfélagsmiðla þrýstingnum. Ég vil núna eyða meiri tíma í að bæta færni mína sem hljóðfæraleikara, ég vil kanna nýjar leiðir við að taka upp og framleiða tónlist, ég vil skilja eftir þær takmarkanir sem ég hef haft á tónsmíðinni hingað til. Ég vil bara læra og halda áfram að vaxa. Á vissan hátt er ég að fara út í hið óþekkta og það er mjög spennandi. Ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað tekur við næst. Þegar sýningunni á föstudaginn lýkur verður það eins og að stinga mér fram af tíu metra kletti í hafið um nótt. Bara að synda í myrkrinu.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira