Fylgi Samfylkingar er einnig á uppleið, hækkar um tvö prósent og stendur í þrettán prósentum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar aftur á móti um þrjú og hálft prósent og mælist tæplega 21 prósent.
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn lækka einnig. Flokkur fólksins mældist með tæp sjö prósent í júlí en nú með 4,6 prósent. Miðflokkurinn fer úr sex prósentum í fjögur og hálft prósent.
Fylgi Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hækka lítillega. Framsókn mæist nú með 19,6 prósent, Píratar með tæp fjórtán prósent og Viðreisn tæp níu.
Vinstri Græn standa nokkurn veginn í stað og mælist fylgið nú 7,5 prósent - eða svipað og fylgi Sósíalista.
Könnun Maskínu var gerð dagana 12. til 17. ágúst og 890 tóku þátt.