Aflétti bölvuninni á Anfield með því að pissa á stangirnar Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 23:31 Bruce Grobbelaar vann þrettán titla sem markvörður Liverpool þar af enska meistaratitilinn sex sinnum. Hér fagnar hann Englandsmeistaratitlinum 1990 með mexíkanskan hatt á höfðinu. Vísir/Getty Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Liverpool hafi unnið ensku úrvalsdeildina árið 2020 af því að hann aflétti bölvun liðsins með því að míga á markstangirnar á heimavelli Liverpool. Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti