Hélt sér í formi fyrir brúðkaupið og tekur slaginn fyrir áeggjan konunnar Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 12:01 Heimir Óli Heimisson segir það vissulega hafa verið erfitt að sætta sig við tap gegn ÍBV í undanúrslitum í vor en að hann hafi verið sáttur við þá ákvörðun að hætta í handbolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég á yndislega konu og þegar Haukarnir hringdu þá rak hún mann bara út í þetta, að taka slaginn,“ segir nýgiftur Heimir Óli Heimisson sem ætlar að koma Haukum til bjargar og spila á línunni hjá þeim í handboltanum í vetur. Heimir Óli hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor og naut þess að vera í góðu sumarfríi með fjölskyldunni, sem lauk svo með brúðkaupi þeirra Kristínar Óskar Óskarsdóttur um síðustu helgi og var veislan að sjálfsögðu á Ásvöllum. Haukar, liðið sem Heimir Óli hefur átt svo margar góðar stundir með, voru hins vegar í vandræðum fyrir veturinn eftir að tveir línumenn liðsins meiddust alvarlega. Þráinn Orri Jónsson spilar varla fyrr en á næsta ári eftir að hafa slitið krossband á EM í janúar og fyrir skömmu sleit Gunnar Dan Hlynsson einnig krossband. Rann blóðið til skyldunnar „Fyrst og fremst voru Haukarnir í veseni með þessa stöðu. Ég ætlaði auðvitað bara að vera með fjölskyldunni minni og hef gert það, og átt yndislegt sumar með þeim,“ segir Heimir. Heimir Óli hefur ákveðið að taka slaginn með Haukum í vetur og mun styrkja liðið mikið VEL GERT HEIMIR pic.twitter.com/lxeYe9pEC4— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) August 24, 2022 „Þetta er liðið mitt og þegar Haukarnir eru í bobba þá rennur manni blóðið til skyldunnar að hjálpa þeim þennan vetur. Þá verða þeir enn betur undirbúnir þegar maður segir þetta gott eftir veturinn. Síðan eru þarna bestu vinir manns margir hverjir og það er auðvitað yndislegt,“ segir Heimir sem bætir því einu ári við ferilinn: „Ég tek allt tímabilið. Vonandi kemur Þráinn tvíefldur til baka og tekur þessa stöðu eins og herforingi. Hugsunin er að strákarnir sem eru þarna til staðar verði vonandi betri en ég og taki stöðuna af mér.“ Heimir Óli Heimisson vill miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Erfitt að hafa tapað síðasta leiknum en fyllilega sáttur við ákvörðunina Heimir og félagar í Haukum hafa um langt árabil verið með eitt albesta lið landsins en þeir féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor, gegn ÍBV. En fylgdi engin eftirsjá því að leggja þá skóna á hilluna? „Ekki þannig. Ferillinn er búinn að vera yndislegur og verður það reyndar líka þó að maður lengi hann um eitt ár. Maður er búinn að prófa ýmislegt, fara endalaust af Evrópuferðum og erlendis að spila, og vinna allt með Haukunum. En ég viðurkenni að það var súrsætur endir að síðasti leikurinn skyldi vera í Vestmannaeyjum og það reyndist mér alveg erfitt að hafa tapað þeim leik. Að sama skapi var maður fyllilega sáttur við ákvörðunina,“ segir Heimir sem vonast til að aðrir leikmenn, eins og línumaðurinn ungi Sigurður Jónsson, nýti sér samkeppnina við Heimi til að eflast og styrkjast. Heimir Óli Heimisson fagnar marki í einvíginu gegn ÍBV í vor.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Úr brúðkaupsveislu á æfingu á Ásvöllum Heimir hefur fylgst með síðustu leikjum Hauka en mætir í kvöld á sína fyrstu æfingu eftir sumarfríið: „Ég var að gifta mig um helgina svo að brúðkaupið er bara búið að vera númer eitt, tvö og þrjú. Svo kláruðum við þetta með Haukunum í vikunni og ég mæti á mína fyrstu æfingu í kvöld. Maður hefur samt reynt að halda sér í formi en það var nú aðallega fyrir brúðkaupið. Ég hef ekki kastað handbolta í fjóra mánuði, en maður gleymir því ekki svo glatt um hvað handbolti snýst. Ég mæti því galvaskur upp á Ásvelli á eftir enda er maður alltaf með annan fótinn þar, og brúðkaupsveislan var einmitt þar!“ Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Heimir Óli hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor og naut þess að vera í góðu sumarfríi með fjölskyldunni, sem lauk svo með brúðkaupi þeirra Kristínar Óskar Óskarsdóttur um síðustu helgi og var veislan að sjálfsögðu á Ásvöllum. Haukar, liðið sem Heimir Óli hefur átt svo margar góðar stundir með, voru hins vegar í vandræðum fyrir veturinn eftir að tveir línumenn liðsins meiddust alvarlega. Þráinn Orri Jónsson spilar varla fyrr en á næsta ári eftir að hafa slitið krossband á EM í janúar og fyrir skömmu sleit Gunnar Dan Hlynsson einnig krossband. Rann blóðið til skyldunnar „Fyrst og fremst voru Haukarnir í veseni með þessa stöðu. Ég ætlaði auðvitað bara að vera með fjölskyldunni minni og hef gert það, og átt yndislegt sumar með þeim,“ segir Heimir. Heimir Óli hefur ákveðið að taka slaginn með Haukum í vetur og mun styrkja liðið mikið VEL GERT HEIMIR pic.twitter.com/lxeYe9pEC4— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) August 24, 2022 „Þetta er liðið mitt og þegar Haukarnir eru í bobba þá rennur manni blóðið til skyldunnar að hjálpa þeim þennan vetur. Þá verða þeir enn betur undirbúnir þegar maður segir þetta gott eftir veturinn. Síðan eru þarna bestu vinir manns margir hverjir og það er auðvitað yndislegt,“ segir Heimir sem bætir því einu ári við ferilinn: „Ég tek allt tímabilið. Vonandi kemur Þráinn tvíefldur til baka og tekur þessa stöðu eins og herforingi. Hugsunin er að strákarnir sem eru þarna til staðar verði vonandi betri en ég og taki stöðuna af mér.“ Heimir Óli Heimisson vill miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna Hauka.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Erfitt að hafa tapað síðasta leiknum en fyllilega sáttur við ákvörðunina Heimir og félagar í Haukum hafa um langt árabil verið með eitt albesta lið landsins en þeir féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor, gegn ÍBV. En fylgdi engin eftirsjá því að leggja þá skóna á hilluna? „Ekki þannig. Ferillinn er búinn að vera yndislegur og verður það reyndar líka þó að maður lengi hann um eitt ár. Maður er búinn að prófa ýmislegt, fara endalaust af Evrópuferðum og erlendis að spila, og vinna allt með Haukunum. En ég viðurkenni að það var súrsætur endir að síðasti leikurinn skyldi vera í Vestmannaeyjum og það reyndist mér alveg erfitt að hafa tapað þeim leik. Að sama skapi var maður fyllilega sáttur við ákvörðunina,“ segir Heimir sem vonast til að aðrir leikmenn, eins og línumaðurinn ungi Sigurður Jónsson, nýti sér samkeppnina við Heimi til að eflast og styrkjast. Heimir Óli Heimisson fagnar marki í einvíginu gegn ÍBV í vor.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Úr brúðkaupsveislu á æfingu á Ásvöllum Heimir hefur fylgst með síðustu leikjum Hauka en mætir í kvöld á sína fyrstu æfingu eftir sumarfríið: „Ég var að gifta mig um helgina svo að brúðkaupið er bara búið að vera númer eitt, tvö og þrjú. Svo kláruðum við þetta með Haukunum í vikunni og ég mæti á mína fyrstu æfingu í kvöld. Maður hefur samt reynt að halda sér í formi en það var nú aðallega fyrir brúðkaupið. Ég hef ekki kastað handbolta í fjóra mánuði, en maður gleymir því ekki svo glatt um hvað handbolti snýst. Ég mæti því galvaskur upp á Ásvelli á eftir enda er maður alltaf með annan fótinn þar, og brúðkaupsveislan var einmitt þar!“
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira