Steypti sér fram af þaki Hörpu Elísabet Hanna skrifar 25. ágúst 2022 12:30 Jón Jónsson á framtíðina fyrir sér í áhættuleik. Vísir Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og steypti sér fram af Hörpu til þess að skemmta gestum á Menningarnótt. Hann virtist ekkert kippa sér upp við það að vera í 43 metra hæð og söng og spilaði fyrir áhorfendur líkt og ekkert væri eðlilegra. Bucket lista dæmi „Ég myndi segja að þetta væri dæmi af bucket listanum, að koma svífandi inn einhvers staðar og það er þægilegt að geta hakað við það,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Í raun og veru var ég byrjaður að hanga á línunni með fólkið fyrir neðan mig þegar ég ákvað hvaða lag ég ætlaði að taka,“ segir hann og bætir við: „ Það var geggjað að hafa fullt af liði tilbúið að peppa mann áfram og syngja með þó að ég væri lengst upp í einhverri línu.“ Aldrei smeykur Sem betur fer er Jón ekki lofthræddur og var lítið að spá í hæðinni sem kom sér afar vel í þessum aðstæðum. „Ég var aldrei smeykur en þetta var algjört „vá“ dæmi, mér leið smá eins og ég væri staddur í einhverju ævintýri,“ segir hann um tilfinninguna að hanga í 43 metra hæð. Hann segir það hafa verið ótrúlegt að sjá yfir allt og geta séð hlauparana vera að koma í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Fjölskyldan fór á taugum Jón framkvæmdi atriðið tvisvar yfir daginn og í seinna skiptið var heldur hvasst á þakinu. „Klukkan fjögur kom Hafdís Björk, konan mín, að horfa á mig framkvæma atriðið með börnin okkar fjögur. Hún lýsti þessari upplifun eins og hún hafi verið í móðursýkiskasti allan tímann. Ég var rólegri en hún að framkvæma þetta,“ segir hann um upplifun Hafdísar að horfa á makann sinn hanga fram af byggingu.“ „Ég er að spá í að byrja að stunda þetta, að mæta með fjölskylduna að horfa á mig í teygjustökki og svona áhættuatriðum,“ segir Jón í glensi. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Nilli átti hugmyndina Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, er verkefnastjóri Hörpu og átti hugmyndina af því að senda Jón niður af þakinu. „Hann þurfti bara að segja mér að ég kæmi svífandi á einhverri línu og þá var ég til.“ Hann segir Frey „flugstjóra“ hafa tekið allt stress úr aðstæðunum eftir að hafa tekið í höndina á honum því hann hafi fundið fyrir gríðarlegu trausti og var tilbúinn að setja líf sitt í hans hendur. Daginn segir hann í heild sinni hafa verið frábæran þar sem hann endaði á því að koma fram að kynna og syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir að hafa látið sig flakka ofan af þaki Hörpu. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Innblástur fyrir Söngvakeppnina Jón og Hafdís Björk fóru ásamt fjölskyldu sinni í mat til Ragnhildar Steinunnar og fjölskyldu hennar á sunnudeginum eftir Menningarnótt og segir hann þau hafa fengið innblástur fyrir innkomu á næstu Söngvakeppni sjónvarpsins. „Svo er bara spurning hvort RÚV ætli að borga fyrir það,“ segir hann og hlær. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Menningarnótt Harpa Reykjavík Tengdar fréttir „Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. 24. ágúst 2022 16:21 Tónlistarveisla Bylgjunnar á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Bucket lista dæmi „Ég myndi segja að þetta væri dæmi af bucket listanum, að koma svífandi inn einhvers staðar og það er þægilegt að geta hakað við það,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Í raun og veru var ég byrjaður að hanga á línunni með fólkið fyrir neðan mig þegar ég ákvað hvaða lag ég ætlaði að taka,“ segir hann og bætir við: „ Það var geggjað að hafa fullt af liði tilbúið að peppa mann áfram og syngja með þó að ég væri lengst upp í einhverri línu.“ Aldrei smeykur Sem betur fer er Jón ekki lofthræddur og var lítið að spá í hæðinni sem kom sér afar vel í þessum aðstæðum. „Ég var aldrei smeykur en þetta var algjört „vá“ dæmi, mér leið smá eins og ég væri staddur í einhverju ævintýri,“ segir hann um tilfinninguna að hanga í 43 metra hæð. Hann segir það hafa verið ótrúlegt að sjá yfir allt og geta séð hlauparana vera að koma í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. Fjölskyldan fór á taugum Jón framkvæmdi atriðið tvisvar yfir daginn og í seinna skiptið var heldur hvasst á þakinu. „Klukkan fjögur kom Hafdís Björk, konan mín, að horfa á mig framkvæma atriðið með börnin okkar fjögur. Hún lýsti þessari upplifun eins og hún hafi verið í móðursýkiskasti allan tímann. Ég var rólegri en hún að framkvæma þetta,“ segir hann um upplifun Hafdísar að horfa á makann sinn hanga fram af byggingu.“ „Ég er að spá í að byrja að stunda þetta, að mæta með fjölskylduna að horfa á mig í teygjustökki og svona áhættuatriðum,“ segir Jón í glensi. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Nilli átti hugmyndina Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, er verkefnastjóri Hörpu og átti hugmyndina af því að senda Jón niður af þakinu. „Hann þurfti bara að segja mér að ég kæmi svífandi á einhverri línu og þá var ég til.“ Hann segir Frey „flugstjóra“ hafa tekið allt stress úr aðstæðunum eftir að hafa tekið í höndina á honum því hann hafi fundið fyrir gríðarlegu trausti og var tilbúinn að setja líf sitt í hans hendur. Daginn segir hann í heild sinni hafa verið frábæran þar sem hann endaði á því að koma fram að kynna og syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir að hafa látið sig flakka ofan af þaki Hörpu. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Innblástur fyrir Söngvakeppnina Jón og Hafdís Björk fóru ásamt fjölskyldu sinni í mat til Ragnhildar Steinunnar og fjölskyldu hennar á sunnudeginum eftir Menningarnótt og segir hann þau hafa fengið innblástur fyrir innkomu á næstu Söngvakeppni sjónvarpsins. „Svo er bara spurning hvort RÚV ætli að borga fyrir það,“ segir hann og hlær. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic)
Menningarnótt Harpa Reykjavík Tengdar fréttir „Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. 24. ágúst 2022 16:21 Tónlistarveisla Bylgjunnar á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
„Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. 24. ágúst 2022 16:21
Tónlistarveisla Bylgjunnar á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 19. ágúst 2022 13:40