Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“ Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2022 08:15 Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af. Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af.
Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira