Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins Elísabet Hanna skrifar 25. ágúst 2022 17:00 Aron og Sigrún eru spennt fyrir haustinu. Stöð 2 Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum. Feta í fótspor Simma og Jóa „Það er gríðarlega mikill heiður fyrir mig að fá hlutverk kynnis í jafnstórum þætti og Idolið er,“ segir leikarinn Aron Már í samtali við Lífið á Vísi. „Sjálfur ólst ég upp við Idol-æðið sem reið yfir Íslendinga fyrir tæpum tuttugu árum síðan og horfði á alla þættina sem lítill strákur. Aldrei hefði mér dottið í hug að einn daginn myndi ég stíga í sömu spor og Simmi og Jói stigu á sínum tíma,“ segir hann um þær fjórar seríur sem sýndar voru á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. View this post on Instagram A post shared by Aron Ma r O lafsson (@aronmola) Sigrún Ósk tekur í sama streng: „Ég hlakka mjög mikið til að fá að taka þátt í þessu Idol ævintýri enda aðdáandi þáttanna til margra ára. Það er eitthvað við það að uppgötva nýtt hæfileikafólk og sjá það stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu með öllum þeim taugatitringi sem því fylgir. Ég held það sé líka kominn tími á svona þátt, það er langt síðan síðast og maður veit að það leynist alls staðar fólk sem kann að syngja.“ Með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð Aron er einnig spenntur að takast á við verkefnið með Sigrúnu sér við hlið. „Það er mikill heiður að Sigrún Ósk sé með mér í þessu og eiginlega nauðsynlegt þar sem hún er með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð,“ segir Aron um Sigrúnu sem hefur meðal annars hlotið Edduverðlaunin fyrir störf sín í sjónvarpi. „Ég held að þetta teymi geti ekki klikkað. Ef það gerist býst ég fastlega við því að það verði þá ég. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og hlakka til að halda á þessu stóra hjarta með öllum þeim sem munu taka þátt,“ segir Aron að lokum í glensi. Sigrún gefur dómnefndinni fimm stjörnur og segir reynslu mikið fólk á bak við tjöldin og að öllu verði tjaldað til við gerð þáttanna. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur meðal annars unnið Eddu verðlaunin fyrir störf sín í dagskrárgerð.Vísir/Vilhelm Spennt að sjá Aron í nýju hlutverki Sigrún sér aðeins einn galla við það að vera kynnir í þáttunum. „Það verður spennandi að sjá Aron Mola í nýju hlutverki. Eiginlega finnst mér eini gallinn við að vera með að geta ekki notið þess að horfa í sófanum heima! Maður er alltaf svo þakklátur fyrir allt sem fjölskyldan getur sameinast í að horfa á. Næst á dagskrá eru dómaraprufurnar Í síðustu viku kláruðust framleiðendur þáttanna hringferð sína um landið og lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu. Næst á dagskrá eru því dómaraprufur sem hefjast í september og beinar útsendingar af keppninni í framhaldi af því. Keppendur í ár eru á aldrinum á aldrinum 16 til 30 ára. Líkt og áður hefur verið greint frá sitja þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör í dómnefndinni. Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst Haraldsson, Bríet og Herra Hnetusmjör skipa dómnefnd Idolsins á Stöð 2.Stöð 2 Idol Tengdar fréttir Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. 20. ágúst 2022 10:01 Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 23. júní 2022 07:01 Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Feta í fótspor Simma og Jóa „Það er gríðarlega mikill heiður fyrir mig að fá hlutverk kynnis í jafnstórum þætti og Idolið er,“ segir leikarinn Aron Már í samtali við Lífið á Vísi. „Sjálfur ólst ég upp við Idol-æðið sem reið yfir Íslendinga fyrir tæpum tuttugu árum síðan og horfði á alla þættina sem lítill strákur. Aldrei hefði mér dottið í hug að einn daginn myndi ég stíga í sömu spor og Simmi og Jói stigu á sínum tíma,“ segir hann um þær fjórar seríur sem sýndar voru á Stöð 2 á árunum 2003 til 2009. View this post on Instagram A post shared by Aron Ma r O lafsson (@aronmola) Sigrún Ósk tekur í sama streng: „Ég hlakka mjög mikið til að fá að taka þátt í þessu Idol ævintýri enda aðdáandi þáttanna til margra ára. Það er eitthvað við það að uppgötva nýtt hæfileikafólk og sjá það stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu með öllum þeim taugatitringi sem því fylgir. Ég held það sé líka kominn tími á svona þátt, það er langt síðan síðast og maður veit að það leynist alls staðar fólk sem kann að syngja.“ Með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð Aron er einnig spenntur að takast á við verkefnið með Sigrúnu sér við hlið. „Það er mikill heiður að Sigrún Ósk sé með mér í þessu og eiginlega nauðsynlegt þar sem hún er með þungavigtarbeltið í dagskrárgerð,“ segir Aron um Sigrúnu sem hefur meðal annars hlotið Edduverðlaunin fyrir störf sín í sjónvarpi. „Ég held að þetta teymi geti ekki klikkað. Ef það gerist býst ég fastlega við því að það verði þá ég. Ég er mjög spenntur fyrir þessu tækifæri og hlakka til að halda á þessu stóra hjarta með öllum þeim sem munu taka þátt,“ segir Aron að lokum í glensi. Sigrún gefur dómnefndinni fimm stjörnur og segir reynslu mikið fólk á bak við tjöldin og að öllu verði tjaldað til við gerð þáttanna. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur meðal annars unnið Eddu verðlaunin fyrir störf sín í dagskrárgerð.Vísir/Vilhelm Spennt að sjá Aron í nýju hlutverki Sigrún sér aðeins einn galla við það að vera kynnir í þáttunum. „Það verður spennandi að sjá Aron Mola í nýju hlutverki. Eiginlega finnst mér eini gallinn við að vera með að geta ekki notið þess að horfa í sófanum heima! Maður er alltaf svo þakklátur fyrir allt sem fjölskyldan getur sameinast í að horfa á. Næst á dagskrá eru dómaraprufurnar Í síðustu viku kláruðust framleiðendur þáttanna hringferð sína um landið og lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu. Næst á dagskrá eru því dómaraprufur sem hefjast í september og beinar útsendingar af keppninni í framhaldi af því. Keppendur í ár eru á aldrinum á aldrinum 16 til 30 ára. Líkt og áður hefur verið greint frá sitja þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör í dómnefndinni. Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst Haraldsson, Bríet og Herra Hnetusmjör skipa dómnefnd Idolsins á Stöð 2.Stöð 2
Idol Tengdar fréttir Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. 20. ágúst 2022 10:01 Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 23. júní 2022 07:01 Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. 20. ágúst 2022 10:01
Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 23. júní 2022 07:01
Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17