Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiðagili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Starfsfólk Kiðagils eru allt Íslendingar og allir úr sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni. Á Kiðagili er líka skemmtileg sýning um líf útilegumanna á Íslandi á árum áður og þar er líka hægt að fara inn í helli og upplifa smá útilegumannastemmingu. „Allt svona, sem er aðeins sjónrænt er náttúrulega bara meiri upplifun fyrir gesti okkar. Inni á gangi er fullt af upplýsingum um útilegumenn en hérna fær fólk að sjá hvernig þetta hefur hugsanlega litið út. Langflestar sögurnar eru um karla, þeir rændu sér konum og rændu sér börnum en Eyvindur og Halla eru náttúrlega par. Við segjumst stundum vera síðustu útilegumennirnir búandi við rætur Ódáðahrauns,“ segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili og hlær. Systurnar eru alsælar með ferðaþjónustuna á Kiðagili og eru hæstánægðar með hvað ferðamenn eru duglegir að heimsækja staðinn og gista þar í jafnvel nokkrar nætur. „Og síðan reynum við að skapa atvinnu fyrir heimafólk, við erum meira og minna með unga krakka og ungt fólk af svæðinu,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili. Kiðagil er vinsæll ferðamannastaður, sem gaman er að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er líka bara algjör forréttindi að geta verið með svona stað og verðið með íslenskt starfsfólk,“ bætir Guðrún við. Daníel Róbert Magnússon er einn af starfsmönnunum. „Mér finnst skemmtilegast að vinna í eldhúsinu og elda. Ég er ekki góður í að búa um rúm og þannig, eldhúsið er minn staður,“ segir Daníel Róbert alsæll með vinnuna sína. Systurnar Sigurlína (t.v.) og Guðrún Sigríður, sem reka ferðaþjónustuna á Kiðagili með sínum fjölskyldum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á Kiðagili er líka skemmtileg sýning um líf útilegumanna á Íslandi á árum áður og þar er líka hægt að fara inn í helli og upplifa smá útilegumannastemmingu. „Allt svona, sem er aðeins sjónrænt er náttúrulega bara meiri upplifun fyrir gesti okkar. Inni á gangi er fullt af upplýsingum um útilegumenn en hérna fær fólk að sjá hvernig þetta hefur hugsanlega litið út. Langflestar sögurnar eru um karla, þeir rændu sér konum og rændu sér börnum en Eyvindur og Halla eru náttúrlega par. Við segjumst stundum vera síðustu útilegumennirnir búandi við rætur Ódáðahrauns,“ segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili og hlær. Systurnar eru alsælar með ferðaþjónustuna á Kiðagili og eru hæstánægðar með hvað ferðamenn eru duglegir að heimsækja staðinn og gista þar í jafnvel nokkrar nætur. „Og síðan reynum við að skapa atvinnu fyrir heimafólk, við erum meira og minna með unga krakka og ungt fólk af svæðinu,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili. Kiðagil er vinsæll ferðamannastaður, sem gaman er að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er líka bara algjör forréttindi að geta verið með svona stað og verðið með íslenskt starfsfólk,“ bætir Guðrún við. Daníel Róbert Magnússon er einn af starfsmönnunum. „Mér finnst skemmtilegast að vinna í eldhúsinu og elda. Ég er ekki góður í að búa um rúm og þannig, eldhúsið er minn staður,“ segir Daníel Róbert alsæll með vinnuna sína. Systurnar Sigurlína (t.v.) og Guðrún Sigríður, sem reka ferðaþjónustuna á Kiðagili með sínum fjölskyldum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira