Sport

Scotty Scheffler með afgerandi forystu eftir fyrsta dag TOUR

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scottie Scheffler er í góðum málum eftir fyrsta dag TOUR Championship mótsins í golfi.
Scottie Scheffler er í góðum málum eftir fyrsta dag TOUR Championship mótsins í golfi. Sam Greenwood/Getty Images

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler er með fimm högga forystu eftir fyrsta dag TOUR Championship mótsins í golfi sem leikið er á East Lake vellinum í Atlanta.

Fyrir þá sem ekki þekkja til TOUR Champioship mótsins þá virkar það þannig að kylfingar taka með sér stig af FedEx-mótaröðinni. Það eru 30 efstu kylfingar mótaraðarinnar sem vinna sér inn þátttökurétt á TOUR og Scheffler byrjaði því mótið í fyrsta sæti á tíu höggum undir pari. Næstur kom Patrick Cantlay á átta höggum undir pari, Will Zalatoris á sjö höggum undir pari og svo koll af kolli.

Scheffler lék hringinn í dag á fimm höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari eftir fyrsta dag.

Í öðru sæti situr Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele á tíu höggum undir pari eftir að hafa leikið hringinn í dag á fjórum undir pari og í þriðja sætir situr Englendingurinn Matt Fitzpatrick á níu höggum undir pari, en hann lék á sex höggum undir pari í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×