Fór út af vegna höfuðmeiðsla eftir að hafa nýlega jafnað sig á heilahristingi Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Óttar Bjarni fylgir sjúkraþjálfaranum Davíð Erni Aðalsteinssyni af velli í gær. Vísir/Diego Það ætlar ekki af miðverðinum Óttari Bjarna Guðmundssyni að ganga eftir endurkomu hans í Breiðholtið. Hann fór meiddur af velli í leik Breiðabliks og Leiknis í Bestu deild karla í gærkvöld. Óttar Bjarni sneri aftur á heimahagana í Breiðholtið frá ÍA í haust en áður hafði hann einnig leikið með Stjörnunni. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA á Dalvík þann 20. apríl en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik. Hann fékk þar heilahristing og var frá í tæpa fjóra mánuði þar sem hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en í leik Leiknis við Fram þann 15. ágúst síðastliðinn, hvar hann spilaði fyrri hálfleikinn með Leikni. Óttar Bjarni og Dagur Austmann skalla saman í gærkvöld.Vísir/Diego Honum tókst þá að spila allar 90 mínúturnar í fræknum 4-3 sigri Leiknis á KR síðasta mánudag en eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik í gær skallaði hann saman við liðsfélaga sinn, Dag Austmann Hilmarsson, og þurfti að fara af velli vegna þeirra meiðsla. Óvíst er hversu mikið bakslag höggið reynist vera í endurhæfingu Óttars eftir heilahristinginn í vor, en einnig má vera að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða. Leiknismenn sendu á hann batakveðjur á samfélagsmiðlum í gær. Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata.#StoltBreiðholts pic.twitter.com/OsOgeg4dmm— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 28, 2022 Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Óttar Bjarni sneri aftur á heimahagana í Breiðholtið frá ÍA í haust en áður hafði hann einnig leikið með Stjörnunni. Hann byrjaði sinn fyrsta leik í deildinni gegn KA á Dalvík þann 20. apríl en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik. Hann fékk þar heilahristing og var frá í tæpa fjóra mánuði þar sem hann sneri ekki aftur á völlinn fyrr en í leik Leiknis við Fram þann 15. ágúst síðastliðinn, hvar hann spilaði fyrri hálfleikinn með Leikni. Óttar Bjarni og Dagur Austmann skalla saman í gærkvöld.Vísir/Diego Honum tókst þá að spila allar 90 mínúturnar í fræknum 4-3 sigri Leiknis á KR síðasta mánudag en eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik í gær skallaði hann saman við liðsfélaga sinn, Dag Austmann Hilmarsson, og þurfti að fara af velli vegna þeirra meiðsla. Óvíst er hversu mikið bakslag höggið reynist vera í endurhæfingu Óttars eftir heilahristinginn í vor, en einnig má vera að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða. Leiknismenn sendu á hann batakveðjur á samfélagsmiðlum í gær. Leiknisgoðsögnin Óttar Bjarni hefur ekki átt sjö dagana sæla á vellinum í sumar. Enn eitt bakslagið kom í Kópavogi í kvöld. Leiknisfjölskyldan óskar honum skjótan, en umfram allt, góðan bata.#StoltBreiðholts pic.twitter.com/OsOgeg4dmm— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) August 28, 2022
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira