Þar mun þó einnig bæta í vindinn þar þegar líður á daginn. Seinni partinn fer svo að lægja, fyrst vestantil, en síðan um allt land í nótt og dregur vel úr úrkomunni.
Á vef Veðurstofunnar segir tíðindalítið veður næturinnar muni ekki staldra lengi við því næsta lægð kemur á morgun með mjög svipuðu veðri og spáir í dag, það er allhvassri suðlægri átt og talsverðri rigningu sunnan- og vestantil.
Þegar líður á morgundaginn snýst í heldur hægari vestlæga átt og dregur smám saman úr úrkomu.
Tilefni er til að minna ferðalanga á að við fjöll geti hvassir vindstrengir verið varasamir ökutækjum sem taki á sig mikinn vind.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Gengur í sunnan 10-18 m/s með rigningu víða, jafnvel talsverð á köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Snýst í heldur hægari vestlæga átt og dregur úr vætu þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.
Á föstudag: Norðan 5-13 m/s og rigning af og til um landið norðanvert. Lengst af léttskýjað sunnan heiða, en líkur á stöku skúr syðst. Hiti 5 til 12 stig, mildast á Suðurlandi.
Á laugardag, sunnudag og mánudag: Útlit fyrir frekar hæga breytilega átt og bjart með köflum. Hiti 8 til 15 stig.