Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. ágúst 2022 21:12 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ráðningu Lilju Alfreðsdóttur á Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo þingmenn stjórnarandstöðunnar, þá Andrés Inga Jónsson frá Pírötum og Jóhann Pál Jóhannsson frá Samfylkingunni. Þeir eru sammála um að þetta sé enn eitt dæmið um misbeitingu valds hjá ríkisstjórninni þegar skipað er í æðstu embætti ríkisins. „Staða þjóðminjavarðar sýnir svo vel af hverju það skiptir máli að fara faglega að því heldur en að fara þessa hjáleið þar sem það var síðast auglýst í þetta embætti fyrir meira tuttugu árum og landslagið hefur tekið stakkaskiptum varðandi mannauð,“ segir Andrés. Viðtal við Andrés og Jóhann sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið hefst á 3:37. Hann segir Hörpu vel hæfa til þess að sinna starfinu, en mögulega sé til hæfari einstaklingur sem hefði fundist ef staðan hefði verið auglýst. Jóhann Páll bendir á það að meirihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður án auglýsingar og telur að þjóðin sé farin að klóra sér í kollinum yfir þessum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ segir Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann segist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskildu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ segir Jóhann. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo þingmenn stjórnarandstöðunnar, þá Andrés Inga Jónsson frá Pírötum og Jóhann Pál Jóhannsson frá Samfylkingunni. Þeir eru sammála um að þetta sé enn eitt dæmið um misbeitingu valds hjá ríkisstjórninni þegar skipað er í æðstu embætti ríkisins. „Staða þjóðminjavarðar sýnir svo vel af hverju það skiptir máli að fara faglega að því heldur en að fara þessa hjáleið þar sem það var síðast auglýst í þetta embætti fyrir meira tuttugu árum og landslagið hefur tekið stakkaskiptum varðandi mannauð,“ segir Andrés. Viðtal við Andrés og Jóhann sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið hefst á 3:37. Hann segir Hörpu vel hæfa til þess að sinna starfinu, en mögulega sé til hæfari einstaklingur sem hefði fundist ef staðan hefði verið auglýst. Jóhann Páll bendir á það að meirihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður án auglýsingar og telur að þjóðin sé farin að klóra sér í kollinum yfir þessum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ segir Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann segist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskildu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ segir Jóhann.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37