Klopp segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Jürgen Klopp vill að Liverpool taki meiri áhættu á leikmannamarkaðnum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum nú þegar félagið er í leit að miðjumanni rétt áður en félagsskiptaglugginn í flestum deildum evrópu lokar á morgun. Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira