Verður barnið þitt jarðfjarkönnuður? Bryony Mathew skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Bókmenntir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun