Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 11:44 Elísabet Bretadrottning er 96 ára gömul. Þetta er í fyrsta sinn á valdatíð hennar sem hún tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. Leiðtogakjörið fer fram þann 5. september. Þá mun Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra, einnig leggja land undir fót til að hitta drottninguna áður en hann hættir. Sem þjóðarleiðtogi Bretlands er það formlegt hlutverk drottningarinnar að skipa forsætisráðherra til að leiða ríkisstjórn Bretlands. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra fái áheyrn drottningar í Buckingham höll áður en hann tekur við embætti. Það hefur Elísabet alltaf gert hingað til en nú verður það ekki svo. Ástæða þessa er bág heilsa Elísabetar, sem er 96 ára og hefur meðal annars átt erfitt með hreyfingu. Eru ferðalög sögð vera henni sérstaklega erfið. Drottningin er yfirleitt í Skotlandi á þessum árstíma. Undanfarna mánuði hefur hún, samkvæmt BBC, misst af nokkrum opinberum viðburðum vegna heilsukvilla. Hún missti til að mynda af setningu nýs þings og hluta hátíðarhalda vegna sjötíu ára valdasetu hennar. BBC segir enn fremur að samkvæmt sérfræðingum hafi það einungis einu sinni gerst áður frá valdatíð Viktoríu drottningar, sem dó árið 1901, að nýr forsætisráðherra hafi ekki verið skipaður í Buckingham-höll. Það var árið 1908 þegar Herbert Henry Asquith ferðaðist til Biarritz í Frakklandi til að hitta Eðvarð sjöunda. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Leiðtogakjörið fer fram þann 5. september. Þá mun Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra, einnig leggja land undir fót til að hitta drottninguna áður en hann hættir. Sem þjóðarleiðtogi Bretlands er það formlegt hlutverk drottningarinnar að skipa forsætisráðherra til að leiða ríkisstjórn Bretlands. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra fái áheyrn drottningar í Buckingham höll áður en hann tekur við embætti. Það hefur Elísabet alltaf gert hingað til en nú verður það ekki svo. Ástæða þessa er bág heilsa Elísabetar, sem er 96 ára og hefur meðal annars átt erfitt með hreyfingu. Eru ferðalög sögð vera henni sérstaklega erfið. Drottningin er yfirleitt í Skotlandi á þessum árstíma. Undanfarna mánuði hefur hún, samkvæmt BBC, misst af nokkrum opinberum viðburðum vegna heilsukvilla. Hún missti til að mynda af setningu nýs þings og hluta hátíðarhalda vegna sjötíu ára valdasetu hennar. BBC segir enn fremur að samkvæmt sérfræðingum hafi það einungis einu sinni gerst áður frá valdatíð Viktoríu drottningar, sem dó árið 1901, að nýr forsætisráðherra hafi ekki verið skipaður í Buckingham-höll. Það var árið 1908 þegar Herbert Henry Asquith ferðaðist til Biarritz í Frakklandi til að hitta Eðvarð sjöunda.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira