„Við erum að fara niður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 15:02 Bíllinn er talinn ónýtur eftir hálfs árs veru í Norður-Íshafi. Transglobal Car Expedition. Búið er að ná Ford F-150 jeppa sem að fór í gegnum ísbreiðuna á Norður-Íshafinu í miðjum jeppaleiðangri í mars síðastliðnum á þurrt land. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kom bæði að jeppaleiðangrinum í mars sem og björgunaraðgerðum núna í ágúst. Leiðangurinn var á vegum samtakanna Transglobal Car Expedition. Markmiðið var að keyra frá Yellowknife í Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut. Ætlunin var að klára fyrstu bílferðina frá meginlandi Kanada hátt upp á Norðurslóðir. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks tók þátt í leiðangrinum sem farinn var á þremur Ford F-150 jeppum og fjórum öðrum jeppum. Ford-jeppunum hafði verið breytt af Arctic Trucks. Óhappið varð á leiðinni til baka Leiðin að Resolute Bay gekk stóráfallalaust fyrir sig. Það var hins vegar á leiðinni til baka sem óhappið varð. Verið var að fara yfir ísbreiðuna þegar ísinn gaf sig og einn af Ford bílunum byrjaði að sökkva. Leiðin sem farin var er rauðmerkt. Guli punkturinn táknar staðinn þar sem bíllinn fór í hafið.Arctic Trucks. „Við erum að fara niður,“ segist Torfi Birkir Jóhannsson, bílstjóri bílsins, hafa öskrað í talstöðina þegar hann fann að bíllinn var að sökkva. Hann rifjaði upp atburðinn í færslu á Facebook-síðu Arctic Trucks á dögunum, þar sem vel hefur verið fylgst með björgunaraðgerðum. „Ég áttaði mig fljótt á því hvað var að gerast. Ég reyndi að gefa bílnum inn en ekkert gerðist,“ er haft eftir Torfa. Það var þá sem Torfi kallaði í talstöðina að bíllinn væri að sökkva. Reyndi hann að opna bílstjórahurðina án árangurs. Skipaði hann þá farþega bílsins að opna sína hurð. Komust þeir báðir út og upp á þak. „Mig grunaði að það væri mjög djúpt á þessu svæði og að við myndum glata bílnum,“ segist Torfi hafa hugsað. Torfi Birkir Jóhannsson með vegabréfið sitt sem var í bílnum sem dregin var á flot.Arctic Trucks Hann hafi því íhugað hvernig væri best að vinna úr stöðuna sem upp var komin. „Ég ákvað að opna farangursrýmið á þakinu og ná í utanyfirklæðnaðinn,“ er haft eftir Torfa þar sem hann hafi óttast að annar Ford-jeppi sem væri á eftir þeim gæti einnig farið niður í ísinn. Gat Torfi náð í fjóra poka áður en hann hoppaði af bílnum yfir á ísinn. Bíllinn sökk svo niður á nokkurra metra dýpi. Allir komust heilir á húfi til byggða. Bíllinn var dreginn á þurrt land Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að koma bílnum aftur upp á þurrt land. Í ágúst hófst björgunarleiðangurinn og voru Torfi og Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, hluti af honum. Svæðið sem um ræðir er hrjóstrugt.Transglobal Car Expedition. Sem fyrr segir var ferlinu lýst á Facebook-síðu Arctic Trucks. Þar kemur fram að í síðustu vikuhafi björgunarmennirnir komið auga á bílinn. Hafði hann þá færst til þannig að hann lá á toppnum, á fimmtán metra dýpi. Kafarasveit var send á vettvang til að kanna aðstæður, sem reyndust nokkuð snúnar sökum straumþunga á svæðinu. Ágætar veðuraðstæður voru hins vegar á þessu slóðum í vikunni og var því ákveðið að láta reyna á það að ná bílnum upp. Teymi kafara sinnti undirbúningnum. Línur og flothylkjum var komið fyrir á bílnum sem var hægt og rólega færður á grynnra svæði áður en hann var dreginn í rólegheitum á þurrt land. Reiknað með að bíllinn sé ónýtur eftir volkið í hafinu Bíllinn var svo fluttur með þyrlu til Gjoa Haven, áður en hann verður endanlega fluttur til Montreal í Kanada Bíllinn var fluttur á brott með þyrlu.Transglobal Car Expedition. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að bíllinn sé ónýtur eftir um það bil hálfs árs dvöl í hinu ískalda Norður-Íshafi. Ríkisútvarpið greindi frá því í vor að íbúar á svæðinu hefðu áhyggjur af mengun af völdum bílsins, sem sökk á veiðilendum þeirra. Í fréttatilkynningu frá Transglobal Car Expedition vegna björgunarinnar segir að hún hafi verið unnin í náinni samvinnu við heimamenn. Bíllinn var dreginn hægt og rólega á land.Transglobal Car Expedition. Alls voru fjórir heimamenn í hópi þeirra tólf sem komu að björguninni sjálfri. Haft er eftir Andew Comrie-Picard, kanadískum leiðangursmanni, í fréttatilkynningu um björgunina að það hafi verið ánægjulegt að starfa með þeim. „Það voru forréttindi að hafa þá með okkur til að sýna okkur tjaldbúðir og veiðilendur þeirra sem ná hundruð ár aftur í tímann, á eyju sem sem lítur út fyrir að vera óbyggð. Hún er það ekki. Þetta er land forfeðra þeirra.“ Kanada Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Leiðangurinn var á vegum samtakanna Transglobal Car Expedition. Markmiðið var að keyra frá Yellowknife í Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut. Ætlunin var að klára fyrstu bílferðina frá meginlandi Kanada hátt upp á Norðurslóðir. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks tók þátt í leiðangrinum sem farinn var á þremur Ford F-150 jeppum og fjórum öðrum jeppum. Ford-jeppunum hafði verið breytt af Arctic Trucks. Óhappið varð á leiðinni til baka Leiðin að Resolute Bay gekk stóráfallalaust fyrir sig. Það var hins vegar á leiðinni til baka sem óhappið varð. Verið var að fara yfir ísbreiðuna þegar ísinn gaf sig og einn af Ford bílunum byrjaði að sökkva. Leiðin sem farin var er rauðmerkt. Guli punkturinn táknar staðinn þar sem bíllinn fór í hafið.Arctic Trucks. „Við erum að fara niður,“ segist Torfi Birkir Jóhannsson, bílstjóri bílsins, hafa öskrað í talstöðina þegar hann fann að bíllinn var að sökkva. Hann rifjaði upp atburðinn í færslu á Facebook-síðu Arctic Trucks á dögunum, þar sem vel hefur verið fylgst með björgunaraðgerðum. „Ég áttaði mig fljótt á því hvað var að gerast. Ég reyndi að gefa bílnum inn en ekkert gerðist,“ er haft eftir Torfa. Það var þá sem Torfi kallaði í talstöðina að bíllinn væri að sökkva. Reyndi hann að opna bílstjórahurðina án árangurs. Skipaði hann þá farþega bílsins að opna sína hurð. Komust þeir báðir út og upp á þak. „Mig grunaði að það væri mjög djúpt á þessu svæði og að við myndum glata bílnum,“ segist Torfi hafa hugsað. Torfi Birkir Jóhannsson með vegabréfið sitt sem var í bílnum sem dregin var á flot.Arctic Trucks Hann hafi því íhugað hvernig væri best að vinna úr stöðuna sem upp var komin. „Ég ákvað að opna farangursrýmið á þakinu og ná í utanyfirklæðnaðinn,“ er haft eftir Torfa þar sem hann hafi óttast að annar Ford-jeppi sem væri á eftir þeim gæti einnig farið niður í ísinn. Gat Torfi náð í fjóra poka áður en hann hoppaði af bílnum yfir á ísinn. Bíllinn sökk svo niður á nokkurra metra dýpi. Allir komust heilir á húfi til byggða. Bíllinn var dreginn á þurrt land Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að koma bílnum aftur upp á þurrt land. Í ágúst hófst björgunarleiðangurinn og voru Torfi og Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, hluti af honum. Svæðið sem um ræðir er hrjóstrugt.Transglobal Car Expedition. Sem fyrr segir var ferlinu lýst á Facebook-síðu Arctic Trucks. Þar kemur fram að í síðustu vikuhafi björgunarmennirnir komið auga á bílinn. Hafði hann þá færst til þannig að hann lá á toppnum, á fimmtán metra dýpi. Kafarasveit var send á vettvang til að kanna aðstæður, sem reyndust nokkuð snúnar sökum straumþunga á svæðinu. Ágætar veðuraðstæður voru hins vegar á þessu slóðum í vikunni og var því ákveðið að láta reyna á það að ná bílnum upp. Teymi kafara sinnti undirbúningnum. Línur og flothylkjum var komið fyrir á bílnum sem var hægt og rólega færður á grynnra svæði áður en hann var dreginn í rólegheitum á þurrt land. Reiknað með að bíllinn sé ónýtur eftir volkið í hafinu Bíllinn var svo fluttur með þyrlu til Gjoa Haven, áður en hann verður endanlega fluttur til Montreal í Kanada Bíllinn var fluttur á brott með þyrlu.Transglobal Car Expedition. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að bíllinn sé ónýtur eftir um það bil hálfs árs dvöl í hinu ískalda Norður-Íshafi. Ríkisútvarpið greindi frá því í vor að íbúar á svæðinu hefðu áhyggjur af mengun af völdum bílsins, sem sökk á veiðilendum þeirra. Í fréttatilkynningu frá Transglobal Car Expedition vegna björgunarinnar segir að hún hafi verið unnin í náinni samvinnu við heimamenn. Bíllinn var dreginn hægt og rólega á land.Transglobal Car Expedition. Alls voru fjórir heimamenn í hópi þeirra tólf sem komu að björguninni sjálfri. Haft er eftir Andew Comrie-Picard, kanadískum leiðangursmanni, í fréttatilkynningu um björgunina að það hafi verið ánægjulegt að starfa með þeim. „Það voru forréttindi að hafa þá með okkur til að sýna okkur tjaldbúðir og veiðilendur þeirra sem ná hundruð ár aftur í tímann, á eyju sem sem lítur út fyrir að vera óbyggð. Hún er það ekki. Þetta er land forfeðra þeirra.“
Kanada Bílar Íslendingar erlendis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira